Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 7
—167—
spyr mig: „Af hverju veiztu, að þessir kristilegu draumar ei-
lífðinni viðvíkjandi rcetist ? “ Eg svara : „Eg veit það á því, að
draumarnir kristilegu viðvíkjandi þessu lífi rœtast allir“. Mig
hefir dreymt margt slíkt, og það hefir ávallt rœtzt. Eg vil
ekki missa þessa drauma fyrir nokkurn mun, því þeir eru hið
eina, sem heldr mér uppi í stormum lífsins, og eg vona að guð
gefi, að þeir fái einnig haldið mér uppi í dauðanum. Eg vildi
skora á þá,'sem andœfa kristindóminum, að til nefna þó ekki
væri nema eitt fyrirheiti frelsarans þessu lífi viðvíkjandi, sem
ekki roetist og þar af leiðanda hafi reynzt tál. Eg veit, að enginn
getr komið með neitt slíkt. Svo það er þá víst, að þegar drott-
inn Jesús býðr sig fram til að hafa völdin, hin ándlegu yfirráðin,
á hendi, að vera konungr vor, þá efnir hann það, sem hann lof-
ar, í sinni stjórn. Pólitisku kandídatarnir lofa hver í kapp við
annan almenningi gulli og grœnum skógum, ef þeir komist til
valda. Minnst helmingr af þeim loforðum reynist venjulega tál.
Embættismennirnir höggva venjulega hver eftir annan í sama
farið. Hverjir sem til embætta kornast, þá má oftast búast við,
að allt verði eins og áðr var. það er eins og segir í Préd. bók
(1, 9): „Hvað sem var, það mun aftr verða; hvað sem við hef-
ir borið, það mun aftr bera við, svo að ekkert er nýtt undir sól-
unni“. En Jesús bindr enda á loforð sín. Svo öllum er óhætt
að gefa honum „atkvæði sitt. Sannleikans munnr svíkr engan
af yðr, vinir. þér vitið það, sem persónulega hafið kosið yðr
hann fyrir konung áðr. Og yðr þarf ekki að áminna, að halda
tryggð við hann. þér vitið, að hin kristna trú er ekki tómr
draumr.
Eg vildi nú óska oss öllum þess, að vér hver út af fyr-
ir sig og allir sameiginlega fengjum gott og blessað ár fyrir
kirkju vora. það er mín hjartanleg ósk, að þó að stríðsamt
kunni framvegis fyrir mörgum að verða með tilliti til líkam-
legra ástœðna, að þá mætti öllum af yðr framvegis líða vel í
andlegu tilliti. Og eg veit, að það verðr, það er einn af mínum
kristilegu draumum, ef hver einstakr kýs sér nú Jesúm fyrir
konuns 02: lætr svo hans sánnleiksanda og hans kærleiksanda
halda sér framvegis í stefnunni. Gáið að, það er alþýðuvinrinn
hinn eini og sanni, sem nú biðr um atkvæði yðar. Allir pólitisk-
ir kandídatar þykjast auðvitað vera alþýðuvinir, þykjast munu
gjöra svo og svo mikið fyrir almenning áðr en kosningar fara
fram, ef þeir komist til valda. Menn trúi svo miklu af slíkum