Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1887, Page 13

Sameiningin - 01.01.1887, Page 13
—173— Sá, sem fórnar lií'ancli í'órnurn, hann liíir ekki eingöngu fyrir sjálfan sig, heldr eins mikiS og jafnvel öllu fremr fyrir brœðr sína og systr. Rödd Abels blóSs hrópaði til drottins forðum og hún hrópar einnig til vor, minnandi oss á hinar svörtu syndir kærleiksleysisins, sem Jrróast enn þann dag í dag meöal vor, sem köllum oss kristna. í 4. lexíunni iítr guð yfir jörðina, og sjá, liún var spiilt. Synd- in var nú búin að fá algjör yfirráð í félagi manna. Oguðleiki mannanna reis fjöllunum hærra. Og laun syndarinnar dauðinn er nú fyrir dyrum. Guð lætr syndaflóðið koma og eyða hin- um gjörspillta lýð. það er örðugt að varðveita hjarta sitt og líf hreint og guði helgað þar sem aldarháttrinn er orðinn gjör- spilltr og guði fráhverfr, en sagan um hinn réttláta og guð- hrædda mann Nóa og hans heimili á þeirri dauðans syndaöld minnir þó kristna menn á, að þeir þurfa ekki endilega að láta berast með straumnum í glötuninaj hversu stríðr sem hann kann að vera. Auk þess, sem um N óa er sagt hér í lexíu vorri, er hann í 2. Pét. 2,5 kallaðr „réttlætis-prédikarinn", og slíkir réttlætisprédik- arar eiga allir kristnir menn að vera frammi fyrir spilling og rang- læti sinnar aldar. ])að er ekki sagt, að maðr þurfi neina sérstaka talsgáfu til þess að vitna á moti vantrú og siðaspilling sinnar aldar. Líf sannkristins manns er hin átakanlegasta og áhrifamesta rétt- lætisprédikan. Svo athugi þá hver, sem kristinn vill vera, hvort hann með lífi sínu vitnar á móti ranglætinu og guðleysinu á sínum stöðvum eða hann flýtr andvaralaust fram að feigðarósi and- legs dauða með spillingarstraumi sinnar aldar.—Ekki í einu vet- fangi lét drottinn hið eyðileggjanda flóð dynja yfir bústaði hinna spilltu manna. Hann varaði menn við hættunni, sem yfir vofði, því í ]. Pét. 3, 20 stendr, að langlundargeð guðs hafi beðið eftir betran þeirra, sem þverskölluðust, á dögum Nóa. Fólki þessu var gefið nœgilegt tœkifœri til að sjá að sér, svo það gæti sloppið við voðann. Langlundargeö guðs bíðr eftir syndurunum enn, en svo má beygja bogann, að hann bresti um síðir.—Nói og hans fólk frelsaðist í örkinni. það er enn til örk í að flýja, svo að enginn þarf að farast í syndaflóði heimsins. Krists kirkja er sii örk ; það er sáluhjálparstofnan drottins fyrir synduga menn. En þú verðr að inn ganga í þá örk og eiga þar síöan heima með sama huga og Nói hafði forðum, ef duga skal. „Og nú gjörir skírnin", segir Pétr (2. Pét. 3, 21) eftir að hann hefir minnzt á frelsan þeirra

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.