Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 5
—181—
Menntunarstefna skólagengnu mannanna heíir farið í öfuga^
kristindórninum andstœSa átt, og alþýðumenntanin hefir þá eðli-
lega fylgt þar með. þegar ti’úin er horíin úr mannshjartanu,
hver trygging er þá fyrir því, að dyggðin haldist í lífi þessa
sama manns ? Tryggingin er engin, enda þótt benda megi á
einstöku vantrúarmenn, sem mörgum kristnum mönnum hafi
reynzt dyggðugri og drenglyndari. það eru að eins undantekn-
ingar frá aða-lreglunni, en hún er þetta : því kristnari sem maðr-
inn er að trú, því auðugri er hann að dyggðum, en því snauð-
ari að dyggðum, því vantrúaðri sem hann er.
Ef það vandræðaástand, sem hin kæra þjóð vor á Islandi
liggr nú undir, gæti orðið til þess, að almenningr ásamt þeim,
sem helzt standa þar í broddi fylkingar, sæi, hvað nú er þjóð-
ar vorrar mesta mein, og menn svo tœki til að berjast með endr-
nýjuöu kappi fyrir því, sem „eitt er nauðsynlegt", þá væri sann-
arlega til vinnanda fyrir Island að ganga í gegn um hina nú ver-
andi eldraun sína. Vér óskum þess af hjarta að það verði. En
vér óskum líka, að þessi umkvörtunar-rödd frá íslandi um það,
að þjóðinni sé að fara aftr í dyggðum, gefi fólki voru hér í
landi nýja hvöt, til þess að vinna röggsamlega að því að hin
kristna barnatrú vor eflist svo og glœðist meðal þjóðfólks vors,
að sannr drengskapr og fornar dyggðir ekki dvíni hjá oss um
leið og hin ytri kjör manna smáfcerast til batnaðar. Ef hrein-
skilni, orðheldni og sannleilcsást er að dvína á íslandi, eins og
„Fjallkonan" segir, og ef þeir lestir, sem þessum dyggðum eru
gagnstœðir, eru orðnir fastir við þjóð vora, þá megurn vér sann-
arlega gæta alvarlega að oss hér í skóla hins ameríkanska þjóð-
lífs, sem vér erum nú komnir í, því sá skóli stendr vitanlega
ekki hátt í þessum dyggðum. Og vér sleppum ekki óskaddað-
ir úr þeim skóla nema því að eins vér höldum dauðahaldi í
endrlausnarorð kristindómsins.
I Agsborgarjátning, 2. parti, 4 grein, stendr : „Skriftir eru
eigi lagðar niðr hjá oss, því að eigi er venja að veita mönnum
líkama drottins nema þeim, sem áðr hafa verið prófaðir og leyst-
ir“. Samkvæmt ])essu heiir lúterskt altarisgöngufólk ávallt orð-
ið að „ganga til skrifta“ áðr en því yrði veitt sakrament kvöld-
máltíðarinnar. Og voru skriftirnar áðr í því fólgnar, að hver
einstakr maðr játaði syndir sínar með eigin munni í áheyrn