Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 6
—182—
prestsins, er síðan í drottins nafni ineð handa-uppálegging boð-
aði honum fyrirgefning syndanna. En í kirkjunni á Islandi er
þessu fyrir löngu breytt þannig, að munnleg syndajátning er
ekki heimtuð og ekki heldr gjörð, hvorki af hverjum einstök-
um, né heldr af þeim sameiginlega, er neyta ætla kvnldmáltíð-
arinnar. AS eins heldr prestrinn fyrir altarisgöngufólkinu öllu
í einu sína svo kölluðu „skriftarœðu“, þar sem'hver einstakr er
áminntr um aS koma nú fram sem iSrandi syndari, og svo er
að lyktum án handa-uppáleggingar öllum í einu boSuS fyrirgefn-
ing syndanna í nafni hins þríeina guðs, svo framarlega sem
þeir nálgist drottin í sannri iðran og lifandi trú. (Saman ber
Barnalærdómsbók séra Helga Hálfdanarsonar.) Hinni upphaf-
legu aSferð við skriftirnar hefir þó víðast hvar veriS haldiS til
þessa tíma í lúterskum löndum, þannig t. a. m. í Norvegi. En
margar raddir hafa þó einmitt í hinni norsku ríkiskirkju kom-
ið fram í seinni tíS í þá átt, aS liðkað yrSi eitthvaS til um
fyrirkomulagiS, sem þar hefir verið fyrirskipaS skriftunum við-
víkjandi, og sérstaklega hefir því veriS hreift, að losa þyrfti
skriftirnar fra kvöldmáltíðinni, þannig, aS þeir, sem vildi, gæti
án allra áðr undan genginna skrifta og án þess að fá áSr sér-
staka tilkynning um synda-fyrirgefning neytt sakramentis-
ins eSa gengiS til guSs borðs. Og nií hefir líka kirkjustjórnin
norska látið eftir þessum óskum manna. Skriftirnar eru þó
ekki fyrir því algjörlega af teknar í Norvegi. þeim á enn aS
halda fyrir alla þá, er ekki beinlínis beiSast þess aS sleppa viS
þær, enda verSr aS koma með slíka beiðni til prestsins í hvert
skifti sem til guSs borðs skal ganga, hœfilega löngum tíma áSr.
Hinum, sem ekki beiSast þessa, á að skrifta á svipaðan hátt og
áSr. Hver einstakr gjörir þó munnlega enga aSra syndajátning
en þá, að eftir að prestrinn í nafni allra hefir lesið upp ákveðna
skriftabœn og endaS hana með þessum orSum: „Segjum allir
til þessa af hjarta : amen“, þá segja þeir allir í einu: amen; og
upp á svona lagaSa játning boðar prestrinn þeim síSan skilyrðis-
laust fyrirgefning syndanna. það er ætlazt til, segir kirkju-
stjórnin í hinum nýja úrskurði sínum um þetta mál, aS þeir,
sem neyta vilja kvöldmáltíðarinnar án þess áSr að hafa þegiS
aflausn, sé þó viS, þá er skriftarœSan er fram flutt, en heimt-
aS er þetta þó ekki.—það er athugavert, aS í hvert skifti sem
iSranda syndara er prédikuð endrlausnarnáð kristindómsins, þá
er honum þar meS veitt synda-aflausn, hann er meS evangelí-