Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 2
178— draga þá ályktan, aS almenningr lesi nú miklu meira en áðr og þar af ieiSanda eigi af þeim aukna lestri aS geta lært og þá ef- laust læri miklu meira en áSr varS lært af þeim lestri, er þá var. ASr voru engir alþýðuskólar; nú eru þeir þó allvíSa og allt af að smáfjölga. Og í þeim lærir hinn upp vaxandi œsku- lýðr margt, sem varla neinn unglingr átti kost á að nema áðr. Svo hafa og upp komiö víðsvegar um Island nokkrir hæSi kvennaskólar og búnaSarskólar, sem auðvitað hvorir um sig hafa út breitt all-margbrotna og umfangsmikla upplýsing. þá er skól- inn á MöSruvöllum í Hörgárdal, sem all-margir ungir menn hafa þegar gengið á, og sem hefir það mark og mið aS veita þeim, sem ekki eru ákvaröaðir fyrir embættisveginn, góSa almenna menntan. -Engin slík menntastofnan var áSr til. Fyrir allt þetta hlýtr íslenzkri alþýðumenntan að hafa farið fram í seinni tíð. Og að því er snertir menntan íslenzkra embættismanna- efna, þá er hún nú aS vísu nauSa-svipuS því, sem áðr var. Latínuskólinn og prestaskólinn halda sínu gamla sniði, og eng- um nýjum skólum í þeirri grein viS bœtt nema læknaskólan- um. En það er eins konar framför í því með tilliti til embætt- ismenntunar Islendinga, að ta'la þeirra, er þessa skóla hafa sókt, og eins þeirra, er leitaS hafa til háskólans í Kaupmannahöfn, hefir til mikilla muna aulcizt á seinni árum. Taka verSr reynd- ar, þá er um þetta er að rœSa, það til greina, aS fólkstala á Islandi smáeykst einlægt; en hún eykst ekki nærri því að sama skapi eins og tala þeirra, er embættisnám stunda. þá er allt kemr til alls, er þannig auðsætt, að þaS er nú tiltölulega miklu meira af skólagengnum íslendingum en áðr og að þjóðin í heild sinni er iniklu auðugri af upplýsing en áSr var. Ætti þá ekki þjóð vorri á íslandi yfir höfuð aölíða nú betr heldr en nokkru sinni áðr ? Ætti þá ekki hið vaxanda frelsi í stjórnmálum og atvinnumálum og þessi aukna upplýsing aShafa komiS því til leiöar, að efnahagr almennings stœði nú með lang- bezta móti, aS einstaklingar þjóðarinnar sýndi nú meiri dugnaS en fyr um, og að drengskapr og manndyggö þróaðist nú hjá al- menningi betr en áðr ? Almennt virðast menn í seinni tíS að hafa trúað því, aS svo væri, gengiS út frá því sem sjálfsögöu, að þjóSinni í heild sinni væri að fara fram. Og allt þangaS til hið síðasta neyðarár kom yfir ísland myndi það hafa verið skoð- að sem herfileg og hneykslanleg fjarstœSa, hefði einhver dirfzt að halda hinu gagnstœSa fram. En nú kemr eitt af frjálslynd-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.