Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 9
—185— um týndu brœörum þínum og systrum. Biddu ekki að eins fyrir góðum, heldr líka vondum mönnum. Jesús biör fyrir öll- um. Hann vígir sinn kross með ]>ví að biðja fyrir sínum bana- mönnum. 9. lexían segir frá því, er Sódóma var lögð í eyði. í 2. Pét. 2, 6 stendr, að guð hafi fordœmt þessar borgir, Sódóma og Gómorra, til eyðileggingar og sett þær „til fyrirmyndar þeim, er síðar myndi breyta óguðlega“. þessi dómr var að sínu leyti eins og syndaílóðið áðr. 'Nói frelsaðist þá, af því hann hafði áðr srítt á móti spillingarstraumnum og haldið dauðahaldi í drottin. Og Lot frelsast nú, að eins að vísu með nauniindum, en hann frelsast þó. það bendir á, hve tæpt hann hefir staðið í andleeu tilliti á undan. Hann er hrifinn út úr andlegum og líkamlegum eldi. Hann er seinn á sér að fara út úr borginni eftir að hann hefir fengið guðlega bending um að hann verði að fara. Sendiboðar drottins urðu að taka í hönd honum og leiða hann út. Kona Lots hefði getað frelsazt lílca, en hún leit aftr og varð að saltstólpa. „Munið til konu Lots“, segir Jesús (Lúk. 17, 32). Líttu ekki aftr, syndari, þegar drottinn er að draga þig burt til sín af þeirn dauðans stöðvum, sem þú hefir dvalið á að undanförnu. Flýttu þér burt úr voðanum, þá er drottinn kallar þig þaðan, og líttu aldrei aftr. Frá hinni þyngstu trúarraun Abrahams er sagt í 10. lexí- unni. Isak er fœddr og orðinn stálpaðr sveinn. Ambáttarsonr- inn er burtu rekinn. Barn fyrirheitisins er nú í húsinu. En nú kemr guð til Abrahams og býðr honum að fórna þessum sínum ástfólgna einkasyni. Hvílíkt boð ! Hvílík skelfileg skylda ! Hvernig gat þá fyrirheitið rœtzt ? „Guð sér fyrir því“, hugsaði Abraham, og svo bjó hann sinn eigin elskulegan son Isak til fórn- ar. Hann var búinn að reyna trúfesti guðs, og svo trúði hann þá nú á móti allri von, og hlýddi hinu hræðilega boði. Nei, það var að eins í viljanum, í trúnni, að guð vildi að Abraham fórn- aði syni sínum. Og svo var þá lífi Isaks borgið. Fullkominn vottr þess var nú fram korninn, að Abraham vildi gefa guði allt, sem hann átti. Hvað vilt þú, kristinn maðr, gefa guði ? Viltu gefa honum börnin þín, faðir, móðir ? Ó, gefðu honum þau.—Gefðu honum allt, sem þú átt, maðr.—Drottinn sér ráð, þegar þír sérð engin úrræði í freistingum og hættum lífs og dauða.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.