Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.02.1887, Blaðsíða 8
—184— hins ókunna lancls. En tíminn líðr. Abraham er enn barnlaus, og enginn vottr þess sést, aS fyrirheitið ætli að rœtast. Abra- ham liggr við að veiklast í trúnni. En þá kom orð drottins til hans á ný, og hann gjörir nú reglulegan sáttmála við hann. Honum er bent á hinn alstirnda himin og sagt: „Svo skal þitt afkvæmi vera“. Hvað á hann til marks að hafa um að þetta rœtist ? Honum er boðið að fórna eftir vissum reglum. það gjijrir hann. Aðalfórnardýrunum er skift í tvennt, og hinir tveir fórnarhlutar eru laa'ðir hvor gagnvart öðruin með dálitlu milli- bili. Nú fær hann vitran um það, hvað liggr fyrir niðjum hans og honum sjálfum. Og að því búnu „fór reykr sein úr ofni og eldslogi um þessi fórnarstykki“, en réttara væri að út leggja : „á milli fórnarhlutanna". Reykr- inn og loginn táknar návist guðs. Að ganga á milli hinna frá skildu parta af slátruðu dýri, sem tíðkaðist við hátíðlega samn- inga meðal manna til forna, þýddi, að sömu örlög skyldi falla yfir þá, er það gjörðu, málsaðilana, eins og þau, er dýrið var orðið fyrir. þeir kölluðu með þessu yfir sig voðalegan dauða, svo framarlega sem þeir héldi ekki orð sitt (sbr. Jer. 34, 18-20). Drottinn sver þá Abraham dýran eið upp á líf og dauða með þessu um það, að hann skuli reynast trúr.—Hvar færðu, maðr, áþreif- anlega sönnun fyrir því að drottins fyrirheitum þér til handa megi trúa, þegar vonin tekr að veiklast ? „Biðjið“, segir Jesús. Fórnaðu biðjanda hjarta. Sá, sem leitar drottins á þann hátt, mun finna. þegar hjartað tekr að brenna í bœninni, þá er vissa íengin um að guð só nálægr og að hann haldi sín orð. 0, að vér héldum vor ! Abraham biðr fyrir Sódóina í 8. lexíunni. Óguðleiki al- mennings í því syndabœli var svo megn, að sú boi’g hlaut að verða eydd. Eins Gómorra, önnur óguðleg borg í því nágrenni. Hið refsanda réttlæti hins heilaga hlaut að dynja yfir hinn for- herta lýð. En var þó ekki líklegt, að nokkrir menn kynni að finnast á þessum ranglætisstöðvum, sem ekki hefði látið fljóta með straumnum burt frá drottni ? Ef svo væri, þá hlaut misk- unnsemdanna faðir að vægja fólkinu v'ð almennri eyðilegging. Svo hugsaði Abraham, og því biðr hann guð eins og hann biðr í lexíukatíanum.—Að biðja fyrir óguðlegum lýð, til þess þarf kærleik—til guðs og manna. Slíkan kærleik hafði Abraham. Slíkan kærleik átt þú að hafa, kristinn maðr. Biddu fyrir hin-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.