Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1887, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1887, Blaðsíða 8
152— En, eins og þegar er greinilega tekið frarn, kirkjusöngr vor má ineð engu móti vera tóm seremonía. Yér verðum að fá almenning safnaðanna til að syngja með eigin hjarta og— að svo miklu leyti sem nokkur söngröcld er fyrir—einnig meö munninum. það verðr að ýta undir það, að hver maðr komi með sína sálmabók til hinnar opinberu guðsþjónustu. það verðr að kappkosta, að láta þá stýra söngnum, sem vitanlegt er um, að hafa áhuga á málefni kristindómsins og hafa rétta skoðan á þýðing kirkjusöngsins. það verðr að æfa œskulýð safnað- anna í því að syngja hina kirkjulegu sálma, og ætti meðal annars að vera gott tœkifœri til þess í sunnudagsskólunum. Svo lengi sem ekki hver maðr hefir sína sálmabók með sér á kirkjulegum samkomum, er ómissanda, að sá, sem samkomunni stýrir, lesi upp hvern sálm orði til orðs áðr en hann er sung- inn, svo allir fái kost á því að fylgja með í því, sem sungið er. Geti menn komið á kristilega hugsanda söngflokki í söfn- uðinum, þá er það auðvitað einkar gott, en sá söngflokkr má aldrei verða til þess að almenningr safnaðarins hætti að syngja. Og alclrei gleyrni menn því, að hvort sem til er æfðr söngflokkr eða ekki, þá á það að vera trúin og tilbeiðsluþörfin á undan öllu öðru, sem heldr uppi sálmasöng kirkjunnar. Fermingarmálið var, eins og margir líklega muna, uppi á kirkjuþingi voru síðast liðið sumar, og vafalaust var það eitt- Iivert mikilvægasta málið, sem þar var rœtt og ályktan tekin um. ])að var þar í einu hljóði viðrkennt, að spursmálið um ferminguna væri hið mesta alvörumál fyrir nútíðarkristni vora, og söfnuðunum ríkt lagt það á hjarta. Kirkjuþingið lýsti yf- ir því, að það vildi, að söfnuðirnir vörnuðu því, að nokkur væri fermdr að eins fyrir þá sök, að fermingin er almennr siðr í kirkju vorri, og því um leið, að enginn skyldi fermdr verða fyr en allar líkur væri fengnar fyrir því, að evangelíið kristi- lega væri orðið rótfast í hjarta hans og hann með persónulegri sannfœring væri á kveðinn í því að lifa sem sannkristinn maðr upp frá þvi. Kirkjuþingið vildi því eigi, að fermingin væri bundin við neinn á kveðinn alclr, eins og gjört er á Islandi, en taldi þó ráðlegra, að ungmenni væri almennt fermd eldri en þar cr venjulegt. það lagði til, að yfir höfuð væri aldrei ætlazt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.