Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1887, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.12.1887, Blaðsíða 9
—153— til af prestum félagsins, að þeir fermdi ungmennx fyr en þau hefði að minnsta kosti um eins árs tíma gengið reglulega á sunnudagsskóla. það vildi, að alvarlega væri varað við því í söfnuðunum, að lögð væri við kristindómsfrœðslu aðaláherzlan á utanbókar-kunnáttu, og það vildi, að það væri brýnt fyrir mönnum, að allt væri komið undir því, að námsefnið yrði andleg eign unglingsins.—það var þörf og heppileg ályktan þetta, enda virtust allir þeir, er á kirkjuþinginu sátu, að vera 'henni hjartanlega samþykkir. En nxi er spursmálið: Hefir almenn- ingr safnaða vorra fest þessa ályktan, sem auðvitað hlýtr að vera bindandi fyrir alla þá, er kirkjufélaginu til heyra, í huga sér ? Hefir hiin verið brýnd fyrir fólki í hverjuxn söfnuði ? Eru ekki margir heyrandi til söfnuðum vorum, sem ekkert vita um, að þessi ályktan fermingunni viðvíkjandi hefir verið tekin af kirkjufélaginu ? Vér erum hræddir um, að almenningr hafi enn þá gefið ályktaninni of lítinn gaum. Og að einu má ganga sem alveg vísu : Allr þorri þess fólks, sem nýkomið er hingað til lands frá Islandi, hefir eðlilega enga hugmynd um, hvað kirkju- þing vort hið síðasta hefir ályktað viðvíkjandi fermingunni. það má því búast við, að eigi svo fáir íslendingar, sexn nú eru hér í landinu og sem eiga ófermd börn, er komin eru á ferming- araldr, eftir því, sem á Islandi er kallað, búizt við, sökum þess að þeir vita ekki, hvað uin þetta mál hefir verið ályktað, að geta fengið þessi börn sín fermd á næsta vori eða sumri í söfnuðum vorum, ef þau að eins þá „hafa aldrinn“ og „kunna kverið sitt“ eftir að liafa „gengið til prests“ svo sein mánaðar tíma einu sinni eða tvisvar í viku áðr en fermingin fer fram. Ályktan kirkju- félagsins þarf að verða öllum kunnug, sem enn þá ekki þekkja hana, til þess að enginn búist við, að unglingar verði fermdir nærri því undirbúningslaust, eins og almenningsálitið íslenzka of oft hefir heimtað. Ekki að eins prestarnir í kirkjufélaginu, heldr allir, sem bera velferðarmál kristindómsins fyrir brjósti, verða að sjá um, að því verði greinilega fram fylgt fermingunni viðvíkjandi, sem ályktað hefir verið af kirkjuþinginu, og af öllum mætti koma þeirri ineðvitund inn í huga almennings, að það sé hinn hræðilegasti voði, að menn láti ferma börnin sín fyr en þau hafa fullt vit á, hvað það er, sem þau fyrir augliti guðs og í hans nafni skuldbinda sig til með fermingunni. Og það verðr þá jafnframt að giörast mönnum skiljanlegt, að það að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.