Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1887, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1887, Blaðsíða 11
myndi þá skiljást, að þaö er ekkert mannlegt vit í því, aS segiast vera eSa vilja vera kristinn maðr, og standa þó alveg fyrir ntan þá guSlegu stofnan, sem til þess er sett aS kristindómrinn geti lífi haldiS í mannlegu telagi, ekkert vit í því að telja sig lúterskr- ar trúar, og snúa þó bakinu aS sinni eigin lútersku kirkju. Og þeim ungtnennum, sem hér hafa fermzt í söfnuSum vorum, myndi eigi liafa veriS unnt, að leiSa það yfir samvizku sína, að slíta sig frá sinni eigin kirkju innan lengri eða skemmri tíma eftir aS þau hafa fermd verið, eins og sum hafa þegar gjört, svo framarlega sem þau hefSi á sínum fermingardegi skilið, hve álvarlegt spor á æfi sinni þau voru þá aS stíga. Allt það losæSi og allr sá ruglingr, sem er á nú veranda kirkjulífi voru, stafar af því fremr öllu öSru aS rneSal almennings hefir fyrir eldgamlan íslenzkan ríkiskirkju- vana náS að verða ríkjandi rammskakkr skilningr á fermingunni. þeim öfuga og háskalega skilningi þurfa söfnuSirnir að kosta kapps um að út rýma, svo að fermingin, í staS þess að verða kirkju vorri til lífs, verSi henni ekki til dauða. Láti menn þá sjá, aS allir þeir unglingar, heyrandi til fólki í söfnuSunum eða utan þeirra, sem hugsaS er til að verSi fermdir á næsta sumri, bíS' ekki með að leita sér þeirrar kristindóms- frœSslu, sem fáanleg er, þangaS til á útmánuSum eSa í vor. Og enginn fari hér eftir fram á það við nokkurn prest kirkjufélags- ins, að hann fermi nokkurn þann ungling, sem ekki verðr feng- inn til aS fullnœgja þeim skilyrðum fermingunni viSvíkjandi, sem ályktan kirkjuþingsins heldr fram. ---------<XX)--------- Jólin fara í hönd. Dagarnir hafa veriS aS styttast hér á norSrhveli jarðarinnar allt aS þessu eins og ávallt þennan seinna helming af árshringnum. SkammdegiS er bráSum orSið eins og jiað verSr mest. MyrkraríkiS í náttúrunni hjá oss nær sínu bæsta stigi, þegar komiS er mjög nálægt almanaksáramótunum. þaS heldr ekki áfram að vaxa og magnast allt að seinasta kvöldi ársins. þaS fer aS birta, dagarnir fara að lengjast, áSr en árið er áenda. Spámaðrinn Sakarías segir (14, 7) : „TJndir kvöld mun verSa ljós“. Um sama leyti og kristnir menn halda sín jól héldu menn víSa um hið forna Rómaveldi, áðr en öld kristindómsins upp rann, gleSihátíð út af því, að vetrarsólstöðurnar væri komnar og dagsljósið tekið til að vaxa, en náttmyrkrin tekin aS dvína. Menn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.