Sameiningin - 01.12.1887, Blaðsíða 10
154—
unglingrinn „kann kveriS sitt“, er vel aS sér í hinum kristnu
frœðum, og jafnvel það að ytri hegðan hans er heiöarleg og ó-
aðfinnanleg, er engin sönnun fyrir því, að þessi sami unglingr
geti með góðri samvizku unnið það heit upp á líf og dauða, sem
gjört er með fermingunni. j)að má með engu móti út frá því
ganga sem sjálfsögðu, að hver sá, sem fengið hefir viðunanlega
uppfrœðslu um hinn kristilega sáluhjálparveg, hafi nú einmitt
kosið sér þennan veg til að ganga á. Og því síðr má út frá því
ganga, að fermingin út af fyrir sig gjöri þann, sem ekki hef-
ir fengið ljósa liugmynd um þennan veg, að kristnum uianni.
Aðr en nokkur á að geta fermzt kristilega verðr hann að vera
orðinn trúaðr kristinn maðr, sem veit, hvað kristindórnrinn
heimtar og hvað hann veitir, og sern jafnframt hefir á kveðinn
vilja til þess að fullnœgja því og þiggja það. Persónulegt sam-
líf með guði og frelsaranum verðr að vera komið á hjá ung-
lingnum áðr en hann fermist. Maðrinn verðr að komast inn í
heim bœnarinnar og fyrir fullt og fast að eiga þar heirna á und-
an fermingunni. þá, en annars ekki, er vissa fyrir því, að ferm-
ingin veröi honum sjálfum og kristilegri kirkju til blessunar.
Til þess nú að sá, sem í nafni kirkjunnar tekr fermingareiðinn
af unglingnum, geti haft nokkra hugmynd um, hvar unglingr-
inn stendr í kristilegu tilliti, verðr hann að fá tœkifœri til að
kynnast honum lengr en fáeinar vikur áðr en ferming á
fram að fara. þetta ætti öllum, sem uin málið vilja hugsa, að
geta orðið skiljanlegt. það má því sannarlega ekki minna en
að heimtað sé, eins og gjört er í kirkjuþingsályktaninni, að
hver sá, sem fermist í söfnuðum vorum, skuli að minnsta kosti
um eins árs tírna áðr reglulega hafa gengið á sunnudagsskóla
safnaðar síns, svo framarlega sem söfnuðrinn á nokkurn slík-
an skóla. Og að allir söfnuðir vorir eigi sunnudagsskóla ætti
sem allra fyrst að mega ganga rit frá sem sjálfsögðu.
Hefði að undan förnu verið réttr skilningr á fermingunni
hjá þjóð vorri, þá væri nú ekki öll þessi vandræði, sem vér
daglega reynum hér í þessu landi, við að fá heiman að komanda
íslenzkt fólk til að ganga inn í söfnuði vora, sem þegar eru hér
myndaðir. Hver sá, sem réttan skilning hefði á sinni eigin
ferming, myndi, svo framarlega sem hann hefir ekki skift um
trú síðan hann fermdist, finna sig í samvizku sinni knúðan til að
að vera með í kirkju vorri hér sem lifandi limr. Mönnum