Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1888, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.01.1888, Blaðsíða 6
—166— sem hann sá í draumnuin. þaS er það, sem söfnuðr vor í heild sinni verðr að gjöra og einstakir limir hans upp frá þessari stundu, er vér þakklátir og fagnandi getum sagt: „Hér er guðs hús“. Söfnuðrinn hlýtr að gjöra það, þér hljótið allir að gjöra það, svo framarlega sem þér viljið, að liðin æfi vor hér í kirkju- legu tilliti samgildi draumtíma Jakobs. þó að söfnuðinum sé hér reist veglegt guðs hús, þá er það alveg til ónýtis, þá verðr það oss til einskis annars en skapraunar og til þess að auka ábyrgðaihluta vorn, ef menn fyrir ókominn tíma láta sér nœgja aðgjörðarlausan svefn í andlegu tilliti, eintóma drauma um kirkju og kristindóm, óákveðna og eitthvað tit í loftið. (Framhald og niðrlag í næsta nr.i.) Kirkjan íslenzka í Winnipeg var, eins og getið er um i síðasta blaði af „Sain.“ að á kveðið hati verið, vígð sunnudaginn næsta fyrir jól, 18. Desember. Guðsþjónustusamkomum var, að því er tímann snertir, hagað nálega alveg eins þann dag eins og tíðkazt hefir að undan förnu á sunnudögum í Winnipeg söfnuði Islendinga : fyrst hádegisguðsþjónusta, sem byrjaði kl. 11 f. m., þar næst sunnudagsskóli kl. 3 e. m. (byrjar annars hálfri kluliku- stundu fyr), og kvöldguðsþjónusta kl. 7. Auglýsing var áðr prentuð á íslenzku og henni útbýtt í kirkjudyrum meðal fólks, sem saman kom þennan dag til þess að taka þátt í þess- ari fyrstu íslenzku kirkjuvígsluhátíð í Yestrheimi, og var í aug- lýsingunni nákvæmlega tekið fram, hvernig hátíðarhaldinu skyldi hagað. Sjálf vígsluathöfnin fór fram í hádegisguðsþjón- ustunni, sem byrjaði með því að leikið var á organið, sem ný- fengið var til kirkjunnar, „forspil“ án orða, og gjörði það org- anleikari safnaðarins Gísli Guðmundsson. Að því enduðu gengu hinir tveir prestar, sem við staddir voru, nefnilega prestr safn- aðarins, séra Jón Bjarnason, og séra Friðrik J. Bergmann frá Garðar, prestr hinna íslenzku safnaða í Dakota, ásamt hinum þremr fulltrúum safnaðarins : Arna Friðrikssyni, Sigtrygg Jón- assyni og Vilhelm Pálssyni, inn frá kirkjudyrum og lásu hátt allir í einu: Hversu yndislegir eru þínir bústað'ir, drottinn alls herjar! Mína sálu langar innilega eftir drottins forgarSi; mitt hjarta og minn Ukami hrópar fagnandi til hins lifanda guðs. Titl-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.