Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1888, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1888, Blaðsíða 14
—174— grundvöllinn aS hinni fjölmennu IslendingabyggS, sem þar er nú, og séra Jón Bjarnason, sem voriS 1880 flutti sig lieim til Islands. Meðan þeir dvöldu í Nyja íslandi, heimsóttu þeir hóp Islendinga í Winnipeg öðru hverju og prédikuSu fyrir þeirn. Eug- inn reglulegr söfnuðr var þó myndaðr þar enn, Séra Halldór Briem, sem tók við prestsþjónustu í Nýja Islandi vorið 1880, prédikaði líka í Winnipeg stöku sinnum meðan hann dvaldi í Nýja íslandi sem prestr, en það var að eins eitt ár. þá gjörð- ist Iiann um eitt ár prestr Islendinga í og umhveríis Minneota, Lyon County, Minnesota, þar sem séra N. Steingrímr þorláks- son er nú prestr. Að því ári liðnu veitti séra Halldór Briem Islendingum í Winnipeg prestsþjónustu í 3 mánuði, áðr en hann fór heim til Islands, þar sem hann hefir síðan verið. A undan komu hans til Winnipeg var nokkur hópr Islendinga þar geng- iun í reglulegan söfnuð, en sá söfnuðr hafði svo engan prest þangað til sá, er nú hefir prestlega þjónustu fyrir Islendinga í Winnipeg, kom aftr frá íslandi sumarið 1884. Sálnatala í söfn- uðinum var þá um 100. Húsnæði íyrir guðsþjónustur sínar liefir söfnuðrinn síðari haft í samkomuhúsi hins íslenzka Framfara- félags (eða íslendingafélags, eins og það heitir nú) á Jemima Str., en það húsnæði var löngu áðr en kirkjan komst upp mikils til of lítið. Hinn nú verandi sunnudagsskóli Winnipeg-safnað- ar byrjaði sunnudaginn 7. Sept. 1884, og hefir honum stöðugt verið haldið uppi síðan. Hann byrjaði með 25 börnum, og var enginn annar en prestrinn þar kennari allra fyrst, þangað til 19. Okt. s. á. þá var skólanum skift í tvo fiokica, og skömmu síð- ar í þrjá, hvern með sinum lcennara. Síðan l. sunnudag í Marz 1886 hafa fiokkar skólans verið 11. Á 3. ársfjórðungi 1887 voru 170 inn rituð ungmenni á skólanum, og á 4. ársfjórð- ungi 156. A þeim tíma setn söfnuðrinn var prestlaus, fyrir 1884, hafði þó um hríð verið átt við sunnudagsskólakennslu meðal íslendinga í Winnipeg, en sá sunnadagsskóli var fyrir (eði-löngu hættr áðr en hinn nú verandi skóli komst á. í Hamborg á pýzkalandi var 12. og 13. Október í liaust haldið almennt kirkjuþing fyrir lútersku kirkjuna : hin 5. lúterska general-konferenza. Yfir 500 manns úr ýmsum héruðum pýzkalands voru þar saman komnir, 'og dr. Kliefoth var forseti. Hinn nafnfrægi guðfrœðingr dr. I.uthanit frá Leipzig flutti þar rœöu eða fyrirlestr um þa'S, hver skylda lægi nú á lútersku kirkjunni til þess aS

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.