Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1888, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.01.1888, Blaðsíða 15
verjast árásum páfamanna í |>ýzkalandi, sem í seinni tíð hafa gjörzt svo nærgöng- ulir lútersku kirkjunni fyrir þaS hversu mjög Bismarck kanzlari hefir slegið' undan pá(- anum og yfir höfuS sökum hinnar almennu vantrúar 1 meðal Prótestanta þeirra, er í rikisþinginu þýzka sitja. Ut af máli því, er Luthardt flutti, spunnust umrceSur all- miklar, og urðu menn einhuga um það, að lúlerska kirkjan yrði, til þess að verj- ast árásum páfakirkjunnar, að haida fast fram sínum fornu trúarjátningarritum og með þau i höndunum sýna öllum heimi greinilega, hversu andstœðar guðs orði marg- ar kenningar kaþólsku kirkjunnar væri og hve herfilega páfamenn afbökuðu söguna um trúarbót Lúters. Sýnt var og fram á nauðsynina á því, að skifta mjög mann- mörgum söfnuðum í fleiri söfnuði og að auka starfsemi djákna. Fyrir hönd lút erskra manna í Ameriku mætti á kirkjuþingi þessu dr. Spœth, forseti General-káns- ils, sem er eitt hinna þriggja stórdeilda lútersku kirkjunnar i Bandaríkjum. f>á er hann hafði skýrt frá högum kirkju vorrar hér í álfu, tók dr. Luthardt enn til máls og kvað Spæth hafa talað með andlegum eldi, og sýndi um leið fram á, hve ómiss- anda það væri nú, að lútersku kirkjurnar í hinum ýmsu löndum drœgi sig allar saman í eitt saman hanganda brœðrafélag, án þess að láta tungumál eða þjóðerni standa i vegi. Kirkjuþing þetta bendir á, að sameining er, sem betr fer, að verða tlmans teikn í hinum sundr slitna lúterska heimi. —Barnablöð á enskri tungu guðrœkilegs efnis, út gefin af mönnum til heyrandi lútersku kirkjunni, með prýðilegum frágangi og góðum myndum, eru þessi : The Seed Sower, sem Schœffer prestr i Philadelphia gefr út, The Olive Leaf, sem prófessor G. IV. Sandt (Svli) í Rock Island, III., gefr út, og The Lutheran Sumiay School Herald, sem dr. Sheeleigh gefr út í Philadelphia. The Seed Sower kemr út 24 sinnum á ári, og kostar árgangrinn 25 cts., hin hvort um sig 12 sinn- um, og kostar árgangrinn af hinu fyr nefnda, eitt exemplar, 30 cts., en hið síðara 20 cts. f>eir af löndum vorum, sem vandað enskt barnablað vilja hafa, ætti að fá sér eitthvert af þessum blöðum, og geta þeir sjálfir fengið þau frá útgefendunum. —Fyrir utan Stall’s Lutheran Year Book, sem áðr er getið I ,,Sam.“, eru 11 lút- ersk almanök gefin út í Ameríku, 8 á þýzku, hin á ensku. Af hinumþýzku má nelna sérstaklega : Der Luthensche LLalender, sem Diel & Co. gefa út I Allentown, Pa., og af hinum ensku : Evangelical L.utheran Almanac, sem Simon prestr gefr út í Columbus, Ohio, og Lutheran Almanac, er Dr. M. Sheeleigh gefr út í Philadelphia. —Eftir að þýzka ríkið fékk sína nú verandi mynd og skipan, var fyrst fyrir al- vöru í |>ýzkalandi farið að hugsa um að auka og efla veldi |>jóðverja með land- námi og nýlendustofnunum í öðrum heimsálfum. A seinni árum hafa líka pjóðverj- ar mikið framkvæmt í þessa stefnu, og telst svo til nú, að lönd þau, er þýzka rikinu hafa bretzt utan Norðrálfu, eða sem það hefir unnið undir sig í þvi skyni að gróðr- setja þar þýzka menntan, sé að víðáttu samtals fjórum sinnum stœrri en sjálft þýzkaland, og fólksfjöldi hins innlenda vilta eða hálfvilta lýðs þar svo mikill, að mörgum milíónum nemi. J>essi landnámssvæði f>jóðverja eru sjö að tölu, og eru fimm þeirra í Afriku, sem öll ná til sjávar, nefnilega þrjú á vestrströndinni (við Atlanzhaf) og tvö á austrströndinni (við Indlandshaf). Hin tvö landnámssvæðin liggja i ICyrra hafinu, og er annað þeirra norðaustrhlutinn af stóreynni Nýju G u i n e u og ber nafn Vilhjálms keisara, ásamt eyjaklasa þar í nánd, sem látinn hefir verið heita í höfuðið á Bismarck, en hitt nær yfir nokkurn hluta af hinum svo kölluðu Salómonseyjum og Marskálkseyjum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.