Sameiningin - 01.01.1888, Blaðsíða 10
170—
inn, þeirra vegna uppfyllast fyrirheit ])itt um aö búa mitt á meðal þeirra, svo að
þii sért þeirra guð og þeir sé þitt íólk. Amen.
Gef, ó drottinn, að allir þeir, sem verða þér helgaðir í húsi þessu fyrir sakra-
ment heilagrar skírnar og fyrir það gjörðir hluttakandi í þínum náðarsáttmála,
fái framvegis verið þínir sannir lærisveinar ; og að allir, sem hér staðfesta og endr-
nýja skírnarsáttmála sinn, öðlist náð þíns heilaga anda til að halda hann og vaxa
í náð til æriloka. Amen.
Gef, ó drottinn, að allir þeir, sem minnast hins frelsanda dauða lausnara síns
með því að taka hið blessaða sakrament likama hans og blóðs við altari þessarar
kirkju, styrkist í trú sinni, öðlist fyrirgefning synda sinna og fái notið allrar þeirr'
ar blessunar, sem písl hans hefir í för með sér. Amen.
Gef, ó drottinn, að orð þilt verði ætíð prédikað hér hreint og öflugt, verði
meðtekið af guðhræddum og góðum hjörtum og beri ríkulega ávexti sannarlegs
guðsótta fyrir hin sterku áhrif þíns heilaga anda. Amen.
Gef, ó drottinn, aðjdlir þeir, sem dýrka þig innan þessara veggja, þakka
þér fyrir þína miskunnseini, játa syndir sínar fyrir þér, leita liðs hjá þér í allri
sinni sorg og neyð og grálbœna þig um blessan sjálfum sér og meðbrœörum sínum
til handa,—dýrki þig í anda og sannleika og öðlist hjá þér fyrirgefning og líkn til
hjálpar á sérhverjum neyðarinnar tíma. Amen.
Frelsaðu oss, 6 drottinn, vér grátbœnum þig. Sendu oss nú sanna farsæld.
Lát þu þjóna þína sjá verkin þinna handa og dýrð þína birtast börnum þeirra.
r.át þii góðgirni drottins vors og guðs vera yfir oss, svo að vér, hvílandi á grund-
velli spámannanna og postulanna, getum vaxið og orðið að heilögu musteri drottins,
þar sem Jesiis Kristr sjálfr er aðalhyrningarsteinninn ; og að lokum orðið með-
teknir fyrir þína náð í það musteri, sem ekki er gjört með höndum,—eilíft í himn-
unum. Amen.
AS þessari bœn endaöri lásu prestarnir og allr söfnuðrinn
upp hátt: Fað'ir vor o. s. frv.
þá var sunginn kirkjuvígslusálmr, nr. 595 í sálmabókinni
(„O maðr, hvar er hlífðarskjól"), og að honuin enduðum fram
flutti séra Jón Bjarnason sína vígsluprédikan, og hafði hann fyr-
ir texta 1. Mós. 28, 10-19 (Jakob í Betel). Prédikan þessa, seni
prentuð er hér í blaðinu, endaði hann með bœn og blessaði því
næst yflr söfnuðinn á venjulegan hátt. Loks var sunginn sálmr-
inn 421 („Kirkja vors guðs er gamalt hús“) og útgöngubœn
sálmabókarinnar lesin á eftir af presti safnaðarins.
Kvöldguðsþjónustunni var hagað eins og vant er á sunnu-
dagskvöldum í söfnuðinum. A eftir venjulegri inngangsbœn
var sunginn kirkjuvígslusálmrinn nr. 596 („I þennan helga
lierrans sal“), þá lesið upp Lúk. 19, 29-46 (Fólkið fagnar, Jesús
grætr) og svo bœn fram flutt at’ séra Friðrik J. Bergmann,
sem eftir að sunginn hafði verið sálmrinn 427 („I fornöld á jörðu
var frækorni sáð“) prédikaði út af þessum orðum í 2. Kg. 8,12: