Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1888, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1888, Blaðsíða 4
—140— út frá sér ganga á dimmustu mótlætisnótt, — allt þetta sem afleiðing af ljósinu yflrnátturlega, er skín í augu hans af himnuin ofan í gegn um gler hinnar kristilegu opin- berunar. En hverju sætir þaö þá, að svo dauf birta út gengr frá hópnum, sem nú á tímum telr sig til læri- sveina drottins Jesú Krists, — svo dauf, að það liggr viö, að það sé eins dimmt og daprlegt í kirkjunni í raunum lífs og dauða eins og utan kirkju ? Hvernig víkr því við, að söguhiminn fornkirkjunnar, postulakirkjunnar og píslar- vættiskirkjunnar, var alsettr blikandi stjörnum, en nú skuli naumast á þessum sama sögulega himni, þegar nótt er upp runnin, verða eygð nokkur verulega björt stjarna, allr þorri hinna kirkjulegu' lima eins og máninn alinyrkvaðr, þar sem ekkert œðra ljós sýnist eiga heima, þar sem eng- in kristileg vonarbirta verðr eygð ? Og svo er eins og dagamir sé líka orðnir hálf-dimmir mitt uppi í kristni vorr- ar aldar. það liggr við, að menn fái sérstaklega freisting til þess nú, horfandi á játendr hinnar kristnu trúar á með- lætisdegi þeirra, að hafa upp fyrir sér þetta daprlega orð, sem haft er eftir Birni í Öxl, þegar hann á björtum sól- skinsdegi, alheiðum páskadegi, horfði út í huggunarlausan geiminn fram undan sér: „Nú eru sólarlitlir dagar“. þeir gjörast sannarlega dimmir dagarnir innan kirkjunnar, þeg- ar þeir, sem utan kirkjunnar og kristindómsins standa, ekki sjá neitt ljós út ganga frá hinum kirkjulega hópi, þegar einnig þar vantar kærleikann, þegar lítið eða ekkert meira birtist þar af góðverkum, heldr en meðal þcirra, sem af- neita hinni kristilegu trú, þegar kirkjan með tilliti til líf- ernisins er orðin alveg eins og heimrinn. þá er von að menn freistist til að segja: „Nú eru dimmir dagar“. Ef kirkjan verðr koldimm, eg veit þá ekki, hvernig lengr verðr gjörör greinarmunr dags og nætr. Eg byrjaði á ljósinu eða ljósleysinu í kirkjunni, nú- tíðarkirkjunni, vorri eigin kirkju, en átti eiginlega sam- kvæmt textanum að byrja á saltinu, því í textanum segir frelsarinn fyrst við lærisveina sína: „þér eruð salt jarðar", og þar á eftir segir hann hitt: „þér eruð ljós heimsins". Kristindómrinn liggr allt af eins fyrir eins og frelsarinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.