Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1888, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.11.1888, Blaðsíða 9
—145— Júdas í peningalegu tilliti, sé gjört eins heitt, þar sem þeir eru í kristnum söfnuði, eins og þessum andlegu feör- um þeirra varð til forna í þeim söfnu'ði, er þeir heyrðu til. Eg vil, að almenningsálitið breytist svo frá því, sem nú er, í þessum söfnuði vorum, í öllum vorum íslenzku söfnuðum, að allir rotnir mammonsþjónar finni sér þar ekki með nokkru móti vært, svo framarlega sem hugar- far þeirra ekki hreytist og verðr allt annað. Eg vil, að allir svíðingar, aliir þeir, sem eru eins fast heldnir á fé sínu andspænis Jesú Kristi eins og Júdas var, allir þeir, sem boðnir og búnir eru til að selja sannfœring sína og samvizku fyrir peninga, allir þeir, sem vilja fá til kaups annarra manna sannfœring, og jafnvel þeii’, sem endilega vilja hafa ákveðinn taxta á náðarmeðulum kirkjunnar, svo framarlega sem þeir hugsa eitthvað svipað og Símon mag- us gjörði, — eg vil að allir slíkir viti þetta, sem Pétr sagði viö Símon: „þú átt engan þátt né hlutdeild í þessum lær- dómi, því hjartalag þitt er ekki rétt fyrir augum guðs“, og enda þetta með: „þú býr yfir gallbeislcju og ert flœktr í tjötrum rangsleitninnar". Og eg dreg enn fremr fram þessi alvarlegu áminningarorð Pétrs andspænis hverri einustu peningalega rotinni sál, sem hér kann að v era: „Af legðu þessa þína vonzku, og bið drottin, ef þér kynni fyrirgef- ast þetta þitt hugarfar“. Hann auðmýktist, þessi Símon, út af því, hve rotiö hjarta hans var, þegar hann heyrði þetta, og sagði: „Biðjið fyrir mér til drottins". þegar salt- ið er hortíð úr hjarta mannsins og rotnan er komin í staðinn út af mammonsþjónustunni, þá getr hjartað að vísu fundið til, en beðið getr það naumast strax á sama augna- blikinu og það kennir til fyrsta stingsins út af sínu rang- læti. En sá stingr er þó einmitt svo ágæt bœnarundir- staða. Ef hjörtun, sem tínna til út af þessu, ekki geta vétt í þessu augnabliki beðið, og ef þau efast um, að eg eða nokkur annar maðr geti beðið fyrir sér svo að dugþ þá munið þó eftir, að frelsarinn, sem vill, að þér séuð salt jarðar og ljós heimsins, hann er enn á lífi, og hann vill, að jiér verðiö það, sein þér eigið að verða. Hrópið til hans og segið: „Herra Jesú, bið þú fyrir mér“. Biðjið hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.