Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1888, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.11.1888, Blaðsíða 5
—141— lætr hann liggja fyrir í þessum orðurn sínum. Lærisvein- ar Jesú Krists geta ekki orðiö ljós heimsins, svo lengi sem þeir ekki eru salt jarðarinnar. þeir geta ekki meS nokkru móti látiS Ijós úr frá sér ganga svo lengi sein þeir ekki duga til að vera salt fyrir mannfélagiö. Og þá liggr þaö alveg opið fyrir, hvers vegna vorrar tíðar kirkja er svo illa upplýst, hvers vegna ástœöa er til mitt uppi í lcristninni, að kvarta yfír því, að jafnvel dagarnir só nú svo raunalega dimmir. Kirkjan er víða alls ekki lengr salt jarðarinnar. Og hún er það ekki lengr fyrir þá einu orsök, að limir liennar, safnaðarlimirnir, kirkjumennirnir, sjálfir hinir svo kölluðu trúmenn, eru hættir aö vera salt. eða ef í vissum skilningi má segja, að þeir sé þó enn þá salt, þá er það ekki — eða í allra fæstum tilfellum — kröft- ugt, óskemmt, ddofnað salt, heldr eins og það salt, sem frelsarinn líka minnist á og sem hann segir að sé til einskis nýtt nema til að iitkastast og fótum troðast af mönnum. Og á öðrum stað segir hann nákvæmar um slíka eyðilagða salttegund, að hún dugi jafnvel ekki til þess að hafa hana fyrir áburð. Hin rotnuðu efni eru þó vanalega til þess hœtíleg. þegar saltið, sem einmitt á að hafa til þess að verja rotnan, er orðið eins og eitt af hin- um rotnuðu efnum, þá er óneitanlega illa komið. þegar kirkjan sjálf, sem á að vera til þess að varna því, að mannfélagið rotni andlega upp, er svo full með siðferðis- lega rotnan, að hennar eigin limir sýkja á andlegan hátt, í siðferðislegu tilliti, jafnvel þá, sem standa utan kirkj- unnar, þá er þó að minnsta kosti komið annað út heldr en Jesús Kristr ætlaðist til, að út kœmi í sinni eiodn kirkju, þeirri sömu kirkju, er slær því föstu með trúar- játning sinni, að hinn heilagi og réttláti og hreini skuli vera konungrinn. það er margt raunalegt hér í heimi; það eru óteljandi tragedíur, sem hér getr að líta á þessu jarðneska sjónarsviði, er vér höfum fyrir augunum. En sú liygg eg sé tragedían öllum öðrum hryggilegri, sem fyrir mann ber, þegar maðr horiir á þá stofnan, sem átti að vera og á að vera salt fyrir mannfélagið, til þess að varna þess siðferðislegri rotnan, sjálfa fulla af rotnan eða

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.