Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 7
—23— nafni hinnar íslenzkn stórstúku sínu eigin tímariti, er heit- ir Islenzlci Good Templar og hefir til skiftis haft þá Ind- riða Einarsson, Jón Ólafsson og Guðlaug GuiSmundsson, alla höfuðrnenn í því máli, fyrir ritstjóra. Leiðinlegast er til þess að hugsa, aS embættismannaflokkrinn þar í höfuSstaðn- urn hefir yfir höfuð verið á inóti þessari hreifing eða að minnsta kosti ekki verið með henni, jafnvel eigi í orði kveðnu; og kernr það ekki af því, að þeir sé yíir höfuð drykkjumenn; það eru víst rnjög fáir þeirra nú; ekki heldr af því að þeim sé kærari nokkur önnur aðferð til að gjöra út af viö Bakkus. því hefði það verið, þá hefði þeir revynt til að stofna bindindis-félagsskap einhvernveginn öðruvísi. En þeir hafa allsendis eklcert gjört í þessa átt, og virðist mér, að í því eins og svo rnörgu öðru liafi komið frani sá óláns nihilismus, sem eg hefi leyft mér að segja að grúfði eða hafi að undanförnu grúft yfir embættismannalýð Islands. þegar á leið minni upp til ísiands í sumar mætti ínér sú frétt, að svo langt væri nú Reykjavík komin I menntan, að landshöfðingi hefði nú í sínum opinberu veizl- um prentaða matarseðla á bœði fraklcnesku og íslenzku. það getr nú veriö meinlaust þetta með frakkneskuna á matarseðlunum, en það tekr sig þó óneitanlega eitthvaö skoplega út við hliðina á því þjóðmenningareinkenni, er birtist þegar maSr lftr þennan eina vagn — vagninn með Tuborg-'óYnm — á götunum í Reykjavík. það fer að verða sýnilegt, í hvaða átt sú þjóðmenning stefnir. það er líka annaö apaspil í Reykjavík, sem synd væri að gleyma hér, af því það stendr í sambandi við kirkjuna. það eru dönsku „messurnar“ þar í dómkirkjunni, sem enn er verið að bisa við að halda uppi, 7 sinnum á, ári, ef mig minnir rétt, þó að ekki sé 10 persónur og ekki 5 og jafnvel eigi tvær til í þeim söfnuði svo danskar, að eigi geti haft öll þau not, sem annars hafa má, af opinberri guðsþjónustugjörð á ís- ienzku. Aör á tíðum, þegar íslenzkan var í fullkominni niðuriæging þar í höfuðstaðnum, gat frá vissu sjónarmiði verið vit í þessuin dönsku „messum" þar, en nú eru þær hreint og beint hneyksli. það fannst líka alþingi hérna um árið, er það heimtaði þær afnumdar. En þá tekr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.