Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1890, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.04.1890, Qupperneq 16
—82— Íjér me8 auglýsist almenningi í söfnuðum hins ev. lút. kirkjufélags fslend- | inga j' Vestrheimi, aö 6. ársþing félagsins, sem samkvæmt ályktan síðasta J kirkjuþings á að' halda innan Bræðrasafnaðar í Fljótsbyggð, Nýja Islandi (Icelandic River P. O., Manitoba), verðr, ef guð lofar, sett í samkomuhúsi nefnds safnaðar í Lundi við Islendingafljót föstudaginn 27. Júní næstkomanda. -—Um leið og eg hér með skora á alla söfnuði vora, sem þess eiga nokkurn kost, að senda erindsreka á kirkjuþing þetta samkvæmt grundvallarlögum fé- lagsins, leyfi eg mér að minna þá á, að erindsrekarnir verða að hafa með sér formlega útbúin skilríki til sönnunar því, að þeir sé rétt kjörnir til þess starfs. Ekki heldr mega söfnuöirnir gleyma hinu ákveðna litla tillagi í kirkjufélagssjóð, sem féhirði hr. Arna Friðrikssyni í Winnipeg á að vera greitt fyrir kirkjuþing. Og allir söfnuðirnir gjöri svo vel, að senda mér fyrir kirkju- þing eða á kirkjuþingi nákvæma tölu þess fólks, sem í söfnuöunum stendr, hinna fermdu sér og hinna ófermdu sér. Winnipeg í Apríl 1890. Jón Bjarnason, forseti félagsins. — í Nýja Islandi er nýlega myndaðr nýr söfnuðr, í hinni svo kölluðu Efri byggð við íslendingafljót, sem er lang-yngsti partrinn af byggðarlagi Nýja íslands, eiginlega ekki nema 3 ára gömul. Hann heitir Fljótshlíðarsöfnuðr og hefir á fundi á föstudaginn langa samþykkt grundvallarlög kirkjufélags vors og er um leið formlega genginn inn í kirkjufélagið. —Séra Páll Jónsson, síðast prestr í Viðvík í Skagafirði, sálmaskáldið eitt, setn vann nð því að gefa íslenzku kirkjunni hina nýju og góðu sálmabók, andaðist 8. Desember. LeiSréttingar: I fyrsta kafla af ritgjörðinni „Islands-terð“, ,,SaTi.“ 4,12, bls. 201, stendr rétt á undan greinaskiftunum: ,,Svo að friðarhugsunin ætti sannarlega ekki að loka á þeim munninn — í staðinn fyrir: munninum. Og í öðrum kafla af sörnu ritgjöiö, „Sam“.5,l, bls. 5, stendr, neöarlega á blaðslðunni: „enda er það ekki fremr frédikanin—í staðinn fyrir: prédikanina— en öll önnur atriði guðsþjónustunnar, sem vantar i sig Iíf“. Annað af þessu er prentvilla, en hitt er pennavilla, sem málfróðir rnenn eru beönir að fyrirgefa. Lexíur fyrir sunnudagsskólann; annar ársfjórðungr 1890. 5. Iexía, sd. 4. Maí : Dóttir Jaírusar (Lúk. 8, 41—42 og 49—5G). 6. lexía, sd. 11. Mai. : Mettan mannijöldans (Lúk. 9, 10—17). 7. lexía, sd. 18. Mai. : Jesús ummyndast (Lúk. 9, 28—36). 8. lexía, sd. 25. Maí. : Ilinir 70 sendir út (Lúk. 10, 1—16). ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi $1.00 árg.; greiðist fyrirfram. —Skrifstofa blaðsins: 199 Ross Str., Wfinnipeg, Manitoba, Canada.—Utgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir,, Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson. þitENTSMIDJA LÖGKERGS — WINNIl'EG.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.