Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 6
—22—
þeirrar tíSar Gyðingum. Með vissunni um upprisuna gekk
loks þessi mikli leyndardómr upp fyrir þeim. þetta blóm
kristnu trúarinnar sprakk þá út. — Seint á vorin kemr
oft ákafiega mikið kuldahret, dimmt áfelli, sem stendr nokkra
daga og sýnist ætla að gjöra alveg út af við allan vor-
gróðrinn, er fram að þeim tíma var vaxinn fram úr jörð-
inni. En svo hættir áfellið allt í einu; sólin skín aftr
með meira afli en nokkurn tíma áðr; snjórinn bráðnar og
klakinn leysist upp svo að segja á svipstundu. Og gróðr-
inn nýi, sem sj'ndist dauðr, þýtr upp, svo íljótt, að það
liggr við menn geti heyrt grösin vaxa. það er í einni
svipan eftir það kalda hret komiS sumar. í andlegu tilliti
gengu lærisveinar Jesú til forna slíkt voráfelli í gegn á
tímanum frá því píslarsaga meistara þeirra hófst og þangaS
til þeir fengu að sjá hann upp risinn frá dauðum. það
sýndist ætla að gjöra algjörlega út af við trúna þeirra á
Jesúm, það áfelli, en fyrir mildi guðlegrar forsjónar varð alit
annað ofan á. Hretið var að eins eitt blessunaríkt vorhret;
það var Aprílmánaðar-áfellið í lífr þeirra. í því áfelli féll
að eins hið gamla og útlifaða í liinni gyðinglegu Messíasar-
trú þeirra. Eftir það áfelli reis trúin þeirra á Jesúm upp
til nýs lífs. Hún var áðr eins og óþroskuö planta. Hún
varð nú eins og ný-útsprungið blóm. Plantan er orðin að
blómi, þegar þeir í upprisuljósi Jesú hafa sannfœrzt um
hans guðdóm.
En enn þarf þó nokkur tími að líöa áðr en trúarblóm-
ið lærisveinanna sé orðið fullþroskað. Með fullum þroska
er það ekki fyr en heilagr andi kom yfir þá á hvítasunn-
unni. Alla páskatíðina er blómið að vaxa. Fyrst þegar sú
tíð er úti og gjöf heilags anda er þeim veitt í fullum
mæli, eru þeir í andlegu tilliti vaxnir til aldrshæðar Krists
fyllingar. ])á fyrst er frelsarinn fullmyndaðr í sálum þeirra.
Og þá fyrst eru þeir hœfir til þess að fara prédika evan-
gelíið um krossinn og upprisuna Jesú Krists fyrir öllum
þjóðum.
Aftrhvarfssaga Páls postula getr í fljótu bragði virzt
tala á móti þessu vaxtarl igmáli kristnu trúarinnar. En það
er að eins í fljótu bragði, að svo getr virzt. ])egar betr