Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 11
—27— aS eins a<5 þenjast viö þrýsting sorgarinnar. Kristindómr- inn nefnir þessa huggun og heldr henni upp fyrir líöanda manninum. þegar hún er ekki þegin, segir kristindómrinn þaö sé af sömu ástœSum og að læknislyfiö, sem bjarga mætti lífi hins líkamlega sjúka manns, stundum er ekki þegið. Enn hefir enginn haft neina aðra œðri huggun að bjöða í raunum lífsins en lcristindómrinn. Og hann verðr aldrei úreltr fyr en önnur, ný trúarbrögð hafa ágætari huggun að bjóða. þau veröa að eiga eitthvert öflugra huggunar- orð, til að friða með mannshjartaö, sundr flakandi í sárum, en orð kristindómsins um eilíft líf, frelsi, miskunn, líkn og fyrirgefning. það oi'ð hefir enn ekki verið talað. Er ekki óhætt að segja, að það muni hvorki í hug né hjarta nokkurs manns enn þá hafa komið? Enn hefir ekkert orð haft önnur eins ummyndandi á- hrif á mannlífiö og orð kristindómsins. þáð hefir haldið á lofti hinni œðstu og fegrstu fullkomnunarhugmynd, sem enn þekkist. Og það hefir kennt flestum hinum göfugustu öndum nítján alda að elska þessa hugmynd um mannlega fullkomnan og laga allt líf sitt eftir henni. Ef heimrinn yfirgefr þessa hugmynd um mannlega fullkomrian og snýr sér frá henni, verðr einhver að hafa nefnt aðra œöri, göf- ugri, háleitari fullkomnunarhugmynd, sem meira ævaranda gildi hefir og er í meiri skyldleik viö hið bezta og sannasta í manneðlinu. Enn þá hefir enginn svo mikið sem nefnt hana á nafn. Og á meöan er boðskapr kristin- dómsins um hana jafn-langt frá því að vera úreltr og hann var, þegar fiskimennirnir forðum voru sendir út, til aö gjöra allar þjóðir að lærisveinum. Yfir liöfuð vrði þau trúarbrögð, sem koma ætti í stað kristindómsins, að hafa meira vald yfir manninum. Ahrif þeirra til helgunar og betrunar yrði að vera ötíugri. þau þyrfti að hafa meira afl til að ummynda líf Jijóðanna og einstaklinganna. Ef þeim verðr ekki unnt að gjöra mann- lífið betra og fullkomnara en kristindóminum, snúa menn óðara við þeim bakinu. þau þurfa aS vera þess umkomin, að skapa sterkari siðferðisleg umbrot í sálum manna; annars ná þau ekki tilgangi sínum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.