Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 10
—26— índóminum, — ef þeim á að heppnast, verða þau að eiga sterkara afl til að vekja samvizkur manna; þeim verðr að takast betr að sannfœra heiminn um synd, en kristin- dóminum hefir tekizt. Hið lakasta í fari mannsins verða þau að þekkja betr, til þess að geta rœtt það upp og rekið það á ayr. 0g liið bezta í fari mannsins verða þau einnig að þekkja betr, til þ'ess í guðs nafni að geta skipað því að standa á fœtr og gjöra skyldu sína. Eitt mega menn vera sannfœrðir um, og það er þetta: Ef ný trúar- brögð eiga að koma í stað kristindómsins, gjöra þau meiri, en ekki minni kröfur til mannanna. Fullkomnunarhug- myndin, sem þau halda á lofti fyrir manninum, hlýtr að verða hærri, en ekki lægri. það verðr ekki léttara þá að gjöra skyldu sína en nú. þau gjöra mönnunum naumast hœgra fyrir með að finna sálum sínum frelsi. Enginn mun fá ástœðu til að segja: Æ, það er gott og blessað, hve þægileg trúarbrögð vér höfum fengið núna! þessi „þægilegu“ trúarbrögð, sem allir gæti tekið, og sem leyfði öllum að vera eftir því, sem þeim þœtti þægilegast, þau leysa aldrei kristindóminn af hólmi, — það eitt er víst. Kristindómrinn á sterk orð til að hugga hrelldar og sorgbitnar sálir. Allan sársauka lífsins, neyð þess og bág- indi þekkir hann í öllum myndum; þessum sársauka lífsins bendir hann aldrei út í myrkrið til örvæntingarinnar, heldr upp í himininn til Ijóssins og vonarinnar. Engin sorg er til svo ógrlega þung og sár, að kristindómrinn hafi ekki átt sterkari huggunarorð að mæla í eyra hennar en nokkur heiinspekileg lífsskoðan, sem mennirnir hafa sett saman. það er satt, þeir eru margir, sem í sorg sinni hafna þeirri huggun. En þeir eru líka margir, einmitt meðal þeirra, sem sorgin yfirbugar; hún sprengir líf margra; þeir lifa eins og hljóðfœri með brostna strengi. Hvers vegna? Af því augu þeirra voru svo haldin, að þeir sáu ekki þá hugg- un, sem hin kristna trú réttir að manninum, þegar lionum liggr inest á. Eftir þessari huggun œpir mannshjartað, þótt það oft ekki skilji sjálft sig. Meðan nokkurt hjarta slær á jörðunni, leitar það eftir henni; það finnr ósjálfrátt til þess, að strengjum sálarinnar er ekki ætlað að bresta, heldr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.