Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 5
—21— azt. Slílcfc trúarboð er alveg þverfc á móti trúarboðinu frelsarans. PáskatíS kirkjuársins, tímabilið milli páska og hvíta- sunnu, er vorinu samferða. Upprisan í náttúrunni er þá aS gjörast fyrir augum vorum, og hinn trúaði liópr kirkju vorrar gengr þá sérstaklega með upprisu-evangelíið í hug- anum. Upprisan drotfcins vors Jesú Krists er meginatriði hinnar kristnu trúar vorrar. Með lienni er hið guðlega inn- sigliö komið á allfc líf Jesú. Með henni fellr og sfcendr allr kristindómrinn. Hann fellr fyrir hverjum þeim manni, sem neitar virkilegleik Jesii upprisu. En fyrir þeim, sem vita með vissu trúarinnar um þann virkilegleik, stendr kristindómr- inn eins og eilíft guðs ríki, hátt upp hafið ekki að eins yíir öll rílti náttúrunnar, heldr og allt það andans ríki, sem áðr var mönnum kunnugfc og sem áðr var fcil. Áðr en Jesús gekk út í dauðann hafði hann aldrei beinlínis frœtt lærisveina sína um sitt guödómseöli, aldrei með ber- um orðum sagt þeim, að hann væri guð., Hann lætr sér allt fram að þeim tíma nœgja að sannfœra þá um, að hann sé hinn fyrirheitni Messías Israelsþjóðar. En hvað Mess- ías sé effcir sínu innsta og dýpsta eðli, það var þeim ineð engu móti unnt að skilja fyr en liann sýndi þeim sig upp risinn frá dauðum. En með upprisu hans rann líka upp fyrir þeim nýtt ljós. jieir sáu þá loks, hver hann var. Sá þeirra, sem veiktrúaðastr allra virðist hafa verið, hann, sem rninnstan trúarhœfileika virðist hafa haffc, liinn efasami Tóm- as, getr, þegar Jesús upp risinn frá dauðum stendr frammi fyrir hojium, ekki stillt sig um að láta þetta undrunarorð og tilbciðsluávarp falla: „Drottinn minn og guð minn!“ Enginn þorði fyrst að fcrúa því, að Jesús í sannleika væri upp risinn. En þegar það efans og vantrúarinnar stríð er á enda, þá stendr Jesús í huga þeirra, fyrst þá, í fullkom- lega guðlegri mynd, sein guðmaðr, guð. þeir fcrúðu á Jesúm áðr en píslarsaga hans hófsfc sem Messías, en guðdóminn hans þekktu þeir ekki. Smádómarnir höfðu þó talað um Messías eins og „hinn mikla, sterka guð“ og „föður eilífð- arinnar". En hið óendanlega mikla, sem í þeim spádómi lá, fór enn þá alveg fram hjá þeim eins og öllum öðrum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.