Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 14
—30— um, ab’ hann sé hans hugsanir, sem myndaöi [manneðlib í sinni líking, en ekki hugsanir mannanna. Yor kristilegu trúar- brögð opinhera hugsanir svo háar, að þær neyða manns- andann, þrátt fyrir allt, til að viðrkenna hinn guðlega upp- runa þeirra. Að svo kölluð ný trúarbrögð rísa upp og hjaðna niðr aftr, af því það kemr þá í ljós, að þetta eru að eins grunnar og takmarkaðar mannahugsanir, sem ef til vill hafa farið fram hjá aðalefninu, hefir meira sannfœr- ingarinnar afl en flest annað, sem rök má kalla. Flestir, sem tala um ný trúarhrögð, vilja mynda þau á þann hátt, að fella burt ýms einkennilegustu atriði krist- indómsins, t. d. kenninguna um guðdóm frelsarans, friðþæg- inguna, kraftaverkin og yfir höfuð allt það, sem yfirnáttúr- legt kallast. En það, sem þá verðr eftir af kristindóminum, þegar allt það, er óendrfœddr mannsandinn á bágt með að fella sig við, er burt skorið, vilja þeir svo gjarnan aðhyllast sem sín trúarbrögð. Aldrei kemr það áþreifanlegar í Ijós en þá, að það er hugsun mannsins, sem er að toga guðs hugsanir ofan af hinum háu brautum þeirra og slekkr hið himn- eska ljós þeirra á leiðinni. En maðrinn, sem skapaðr er til að trúa, ekki síðr en til að elska og vona, gjörir sig aldrei tii lengdar ánœgðan með þau trúarbrögð, sem gjöra trúna óþarfa, Gegnum alla sína villu hrópar mannsandinn einlægt eftir einhverju, sem er hans skilningi eins mikið ofar og himininn er jöröinni, til að krjúpa frarn fyrir því í trú og tilbeiðslu. A sjálfan sig trúir hann aldrei til lengdar. Með þessuin frádrœtti mynda menn aldrei ný trúar- brögð. Eitthvað göfugra verðr að vera á boöstólum, ef heimrinn á að hafna kristindómnum og taka nýja trú. Á JÓLANÓTTINA 1890. Eftir séra Mattias Jokkumsson. (Sent ,,Sam. “ afhöf.) ----o---- „það er svo oft í háum heimsins glaumiý vér heyrum engin gleði- og friðarmál; það er svo oft í tæpum tímans straumi, aS traustið bregzt og vonin reynist tál, og orð þín, guð, oss óma sem í draumi, þó eftir huggun þyrsti vora sál. Ó, gjör oss börn, og gef oss aftr jólin, hin glöðu jól, með helgri barnatrú; um miðja nótt þá rennr signuð sólin; <ó, sólarherra, ásján til vor snú!

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.