Sameiningin - 01.09.1893, Qupperneq 3
—99—
að leggja liS sitt fram til að vernda hjartaS í hinni kristnu opin-
beran.“
því verðr nú víst eigi neitaö, að þau teikn tímans, er höf-
undi bréfsins virðist ætti að knjja alla íslen/ka kristindómsvini
til þess sameiginlega að standa upp til varnar hjartanu í hinni
kristnu opinberan, eru býsna ískyggileg, og hann á þakkir
skilið fyrir að hafa á þau bent. það hefir oss vitanlega eigi
fyr eins greinilega verið minnzt á það, hve mikið af blöðunum
íslenzku beggja megin hafs er innblásið af anda, sein gagn-
stœðr er kirkju og kristindómi. Og það er fleira í sömu áttina,
sem höfundrinn í Örfám orðum minnir á því máli s(nu til stuðn-
ings, hve brýn nauðsyn ber til þess, að allir kirkjumenn þjóðar
vorrar standi hver með öörum og láti sern ullra minnst bera á
sundrlyndi eða ágreiningi um andleg efni.
En hversu samþykkir sem vér erum höfundinum um þau
vantrúarteikn, sem hann bendir á í nútíðarlífi þjóðar vorrar, þá
fáum vér eigi séð, að það hljóti endilega að vera nauðsynlegt
eða jafnvel rétt, að þeir, sem ganga undir sameiginlegum krist-
indómsmerkjum eða með öðrum orðum hafa sömu trúarjátning,
skuli út af þessutn ískyggilegum teiknum tímans varast svo
sterklega að láta opinberlega koma fram ágreining þann út af
trúarmálum, sem vitanlega á sér stað þeirra á meðal.
það hefir marg-oft verið sagt á öllum öldum kristninnar, að
allr trúmála-ófriðr meðal lsristinna manna væri rangr og for-
dœmanlegr; þeir ætti allir að standa saman sem einn maðf og
eigi láta misinunandi slcoðanir á einstöku minni liáttar trúarat-
riðum eða fyrirkomulagi á kirkjunni hið ytra raska friðinum í
mannfélagi kirkjunnar. Og svo hefir verið sagt, að það, hve
seint kristinni kirkju ynnist að leggja heiminn undir sig, staf-
aði að miklu leyti af því, hve mikill ágreiningr og ófriör væri
innan sjálfrar kirkjunnar, hve miklar deilur meðal kirkjunnar
manna út af smá-atriðum þeim, er orðið lmfa orsök til hinnar
kirkjulegu fiokkaskiftingar. Að oft hafi verið óþarfa-deilur og
fordœmanlcgr ófriðr uppi í kirkjunni, því neitar víst enginn.
Og að kristnir menn hafi heilaga skyldu til þess að kappkosta
að varðveita eining andans í bandi friðarins, því hljóta líka allir
að játa. En það er vafalaust í nútíðar-kirkjunni íslenzku meira
af fölskutn friði heldr en fölskum ófriði. Að komast af bar-