Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 4
—20—
ura eftir dauða sinn; með uppstigning hans voru opinheranir
hans á enda. Hefði þær að eins verið til í ímyndan lærisvein-
anna, þá er býsna ólíklegt, að fullkomin ró og stilling hefði allt
í einu hjá þeim getað komið í staðinn fyrir trúarvingls-truflan
þeirra, enda er örðugt að sjá, hvað það gæti verið, sem hefði átt
að lækna þá af þeirri truflan. það er annars söguleg reynsla, að
trúarvingl getr haldið áfram svo árum skiftir, og jafnvel heilan
mannsaldr. Montaninga-uppþotið á annarri öld stóð yíir í fimm-
tíu ár; trúarvingl Camisarda (1686—1715) og Janseninga á
átjándu öld hélzt Kka lengi. í Jerúsalem og Galíleu komu á
sex vikna tíma fyrir sjö eða átta opinberanir, og svo er allt bú-
ið. Til þess að unnt væri að gjöra grein fyrir þessum opinberan-
um sálarfrœðislega, þá hefði hin trúarlega œsing, eftir að bún
hafði útbreiðzt frá einum manni til tveggja, frá tveiin til tólf
og því næst hrifið með sér fimm hundruð manns, orðið að hafa
náð til allra trúaðra með sívaxanda styrk eftir því, sem þeir
þeir urðu fleiri, er fyrir truflaninni urðu.
Yæri það satt, að upprisa Jesú sé ekki annað en heilaspuni
lærisveinanna, þá hlyti líkami Jesú að hafa haldið áfram að
liggja í gröfinni. Samkvæmt frásögu guðspjallanna, sem í
þessu atriði ber saman við lögin rómversku, var líkami drottins
fenginn í hendr vinum hans, og gat hann þá trauðla horfið án
vitundar og vilja lærisveinanna. Auðvitað er, að Gyðingar hafa
eigi tekið líkið úr gröfínni; þeir vildu einmitt, að það væri þar
kyrrt, svo það gæti verið til sönnunar því, að spádómarnir um
upprisuna hefði verið markieysa; og þeir hefði víst seinna ekki
iátið vera að vísa mönnum á líkið í gröfinni til þess með einu
rothöggi að gjöra út af við hina postullegu prédikan um upp-
risu drottins. Lærisveinarnir hlyti þá sjáltírað hafa tekið líkið
og falið það; með því móti hefði þeir af ásettu ráði gjörtsigseka
í svikum; en að halda slíku fram er nokkuð, sem engum getr í
alvöru til hugar komið.
Yér verðum enn að geta um eina merkilega getgátu, sem
sumir biblíuskýrendr frá seinni tíð eins og þeir Keim og
Schultz hafa gripið til út úr vandræðum, er þeir hafa sóð, að
sannanir þær,er vér höfum fyrir áreiðanlegleik upprisu-undrsins,
voru sterkari en svo, að þeim yrði algjörlega hrundið. þair júta,
að eigi sé unnt að fara hlutdrœgnislaust með sögu þá, sem hér