Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 14
—30— dagsskólann. Einnig spurðu þau mig oft um lexíuna og sálm- inn, sem „klassinn“ þeirra hefði haft síðasta sunnudag. þannig eru sjálfsagt mörg íieiri dœmi til, sem lýsa lifandi áhuga og löngun hjá börnunum til að vera á sunnudagsskóla, hvar sem sú löngun kann aS eiga rót sína. Rótin er víst annars fremr öllu guðs orð, sem vitanlega hefir svo mikið aðdráttarafi fyrir barnssálina. Börnin, sem ganga á sunnudagsskóla,eru nú heima alla vikuna og ganga að sínum vanaiegu störfum, með sínu barnslega og breyzka eðli; eru þau þá oít ógegnin og óþæg, og tala, ef til vill, ljótt orð stundum. þetta er nú mjög leiðinlegt, og meira en óskandi, að það gæti verið á annan veg. En nú kemr hin hryggilega afleiðing af því, hve ókunnugt fullorðna fólkið er sunnudagsskólunum, eða því, hve sjaldan foreldrar og aðstand- endr barna koma þangað. þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar eða fjærskyldir, komast að því, að eitthvert barn talar eitthvað ljótt, gegnir elcki nógu fljótt, eða yfir höfuð að tala breytir eitthvað öðruvísi en það ætti að breyta, þá er einatt við- kvæðið þetta: „það erauðséð, að barnið að tarna gengr á sunnu- dagsskólann! — það er naumast, það lærir þar fallegt! — það er dáfallegt, sem þér, vesalingr, er kennt þar!“ o. s. frv. En svo er ekki þar með búið. það, sem verst er af öllu og vafalaust oft orsök til þess, að kennarinn getr ekki gjört barnið betra en það er, er það, þegar foreldrar eða aðrir aðstandendr fara á einhvern hátt í áheyrn barnsins að ófrægja kennara þess eða hallmæla honum. það er mjög svo eðlilegt, að barnið eða ungmennið fái við þetta og annað eins vantraust á kennara sínum, og því orði og lærdómi, sem hann hefir því að fœra. Eg hefi margoft heyrt foreldra og aðstandendr ungmennanna tala svo ógætilegum og óvirðulegum orðum um sunnudagsskólakennara barna þeirra, bæði karla og konur, að mér hefir meir en sárnað, ekki svo m.jög fyrir hönd kennaranna, heldr öllu fremr vegna sunnu- dagsskólans sjálfs, foreldranna og barna þeirra, sem eg við slík tœkifœri hefi séð—allt eftir því hvernig hvert einstakt barn hefir verið innrœtt — ýmist standa blóðrjóð, með sýnilegum votti þess, að þau hefði fundið til, annaðhvort fyrir hönd kennarans eða málefnisins, ellegar með leiftrandi augum og sigri hrós- andi svip, sem eins og vottaði ánœgju þeirra yfir því, hve miklu betr þau stœði að vígi en kennarar þeirra. Hið óeigingjarna

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.