Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 13
29— undran gegnir, aS nokkur maör skuli gjöra sig seka íhenni. En til alls eru ástœður, og ástœðan til þessa er ókunnugleiki manna á sunnudagsskólunum. það er aS mínu áliti dœmalaust slæmt, hve sjaldan fullorSiS fólk kemr á sunnudagsskóla vora til aS hlusta á kennarana og hörnin. Og verst af öllu, aS foreldrar og aSstandendr barnanna skuli nærri því aldrei sjást þar. Á sunnudagsskólum ensku-talandi manna hér í landinu er ekki fágœtt að sjá fullorðiS fólk, sem gengr á sunnudagsskóla, beinlínis til að njóta tilsagnar í guðs orði og ná enn þá meiri kristindómsþekking en það gat fengið í œsku. þcssum mönnum þykir engin minnkun í því á fullorSinsárunum aS njóta á sunnu- dagsskólanum sama unaðarins af guSs orði, sem þeir nutu þar meðan þeir voru börn. Einnig er altítt aS sjá fólk grátt fyrir hærum, bæði karla og lconur, sitja sem gesti á sunnudagsslcólan- um, hvern sunnudaginn eftir annan, í því skyni aS hlusta á barnabörnin sín eSa börn vina sinna, og kynna sér, hvað þeim er sagt af kennendum þeirra. þetta er því miðr mjög á annan veg hjá oss Islendingum, því eins og áðr var sagt, sést ákaflega sjald- an nokkur fullorSinn maðr á sunnuclagsskólum vorum, að und- anskildum kennendunum, hvorki foreldrar barnanna né aðrir. Og afleiSingin af því er, eins og við má búast, áhugaleysi al- mennings fyrir hinu góSa málefni, sunnudagsskólanum, og stundum jafnvel annaS verra. Engin undr væri þaS, þótt slíkt áhugaleysi hinna fullorðnu, einkanlega aðstandenda barnanna, yrSi til þess að freista ungmennanna til samskonar sinnuleysis. Engu aS síSr ber þó furSanlega lítið á því, að ungmenni þau, sem á sunnudagsskólana ganga, falli fyrir þeirri freisting. Sunnu- dagsskólar vorir eru yfir höfuð miklu betr sóttir en búast hefði mátt við, ef tekiS er tillit til þessara kringumstœSna. Á þeim skólum, sem eg þekki til, þekki eg ekki nokkurt barn, ef þaS annars fær aS ganga á sunnudagsskóla, sem ekki gengr þangaS stöðugt og af fúsum vilja og eins og af löngun til aS vera þar. Eg man eftir dreng og stúlku úr mínum „klassa“, sem um nokkurn tíma urðu veik, og kom eg heim til þeirra hvors í sínu lagi á mánudögum, meðan þau voru veik. Spurðu þau mig þá oft með tárin í augunum, hvað eg héldi þau myndi liggja lengi, og hvo nær þau myndi næst geta komið á sunnu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.