Sameiningin - 01.06.1894, Síða 4
—52—
valla svipaða stofnan í sinni kirkju til dýrðar frelsaranum, sem
Gyðingar afneita. Upp úr Englands-ferS þessari hélt hann yfir
um til meginlands norðrálfunnar. Komst hann til þýzkalands
og heimsótti Fliedner prest í Kaiserwerth við Rín, sem frægr
hefir orðið um allan hinn kristna heim fyrir díalconissu-stofnan
sína og allt það líknarverk, er þar með er samfara. Og var er-
indi Passavants auðvitað aðallega það, að kynuast verki Flied-
ners, sér sjálfum til leiðbeiningar í hinu nýja kærleiksfyrirtœki,
er drottinn hafði nú kallað hann til. Tók hann tafarlaust, er
hann var heim kominn, að vinna í þessa átt. Og innan skamms
varð til vísir að fyrstu líknarstofnaninni, sem hann kom á fót.
það var í bœnum Alleghany, en skömmu seinna reis upp hið
svo kallaða Pittsburgli Infirmary, stórt og merkilegt sjúkrahús,
er oftast hefir kallað verið Passavants hospítal. Arið 1849 brá
Fliedner sér yfir um til Ameríku, og komu með honum fjórar día-
konissur, sem ágæta leiðbeining höfðu fengið á stofnaninni í
Kaiserwerth í því að veita sjúkum mönnum andlega og líkam-
lega hjúkran; réðust þær til vistar á hinum nýja spítala Passa-
vants. Var sú ágæta stofnan með því fullmynduð. Lærðu nú
smásaman fleiri og fleiri kristilega hugsandi konur díakonissu-
verk á þessum frumspítala Passavants og voru þaðan, eftir því
sem á þurfd að halda, sendar í þjónustu kærleikans til hinna
ýmsu lílcnarstofnana, sem hinum mikla manni með aðstoð guðs
og góðra manna síðar tókst að koma á fót. Meðan borgarastríð-
ið mikla milli norðrríkjanna og suðrríkjanna stóð yfir, veitti
Passavant bæði í eigin persónu og fyrir tilstyrk kvennanna frá
Pittsburgh sjúkum og særðum mönnum á stjórnarspítölunum
víðsvegar um landið hina rnestu hjálp, og hafði kirkja vor af því
maklegan heiðr. Aliugi fór nú að koma upp annarsstaðar í
kirkju lands þessa fyrir því að setja viðlíka díakonissu-stofnan-
ir á fót, einkanlega í biskupakirkjunni ensku; en alit, sem í því
efni hefir framkvæmt verið í hinum ýmsu prótestantisku
kirkjudeildum, er til orðið fyrir álirif frá hinuin mikla starfs-
manni lútersku kirkjunnar, dr. Passavant.
Næst á eftir frumspítalanum í Pittsburgh fékk Passavant
á fót komið samskonar stofnan í Milwaukee í Wisconsin-ríki.
þar næst er að telja hið svo nefnda Emergcncy ITospital í Chi-
cago, og loks spítala í Jacksonville í lllinois. Nýtr nú fjöldi