Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1894, Page 5

Sameiningin - 01.06.1894, Page 5
—53— sjúkra manna á ári hverju lækningar og kærleiksríkrar hjúkr- unar á hverri einstakri spítalastofnana þessara. — En dr. Passa- vant var jafnframt aö hugsa um hin munaðarlausu börn, og samkvæmt liinni guölegu bending, er hann fékk við það að sjá barnauppeldisstofnanina gyðinglegu í London, vann hann að því með óþreytanda dugnaði, að grundvallað yrði eitt munaðar- leysingjaheimilið eftir annað á ýmsum stöðum í landinu. Fyrst kom upp munaöarleysingjahúsið í Pittsburgh (Laceville Orpha- nage eða Reed Street Home), þar næst tvö, sitt á hvorum stað, í Rochester (Pennsylvaníu) fyrir stúlkur, og í Zelíenople (fœðing- arstað Passavants) fyrir drengi, og voru þær stofnanir báðar í fyrstu nokkurskonar útbú frá barnaheimilinu í Pittsburgh. Síðar komu og upp samskonar stofnanir í Germantown (Pa.), Boston (Mass.) og Mt. Vernon (N. Y.). Tíu munaðarleysingja- hús eru nú til í hinni lútersku kirkju þessa lands, og má tilveru þeirra allra, og auk þess inargra í öðrum prótestantiskum kirkju- félöguin, beinlínis eða óbeinlínis þakka Passavant. Ellefu árum eftir að Passavant vígðist til prestskapar neyddu hin víðtœku störf hans fyrir líknarstofnanir þessar hann til að sleppa prestsembætti sínu; var hann úr því mjög á ferðum víðsvegar um landið til þess að vekja áhuga hjá almenningi fyrir stofnunum sínum og öðrum allsherjar-nauðsynjamálum kirkju vorrar. Og ekki er neinn lúterskr flokkr til hér í Ame- ríku, af hverju þjóðerni sem vera skal, að ekki bæri hann and- lega velfarnan hans fyrir brjósti sínu. Við ritstjórnarstörf átti dr, Passavant bæði vol og lengi Fyrst stýrði hann uin tíma áðr en hann var vígðr vikublaðinu Lutheran Observer í forföllum hins eiginlega ritstjóra. Síðan tók hann að gefa út mánaðarrit það, er Missionary nefndist. það var árið 1845. Arið 1861 var það tímarit sameinað blaðinu Lutheran, og varð Passavant þá einn af ritstjórum þess. Arið 1880 stofnaði hann blaðið Workman, sem stöðu^t hefir út kom- ið síðan. ]iað er eitt hinna stóru kirkjulegu tímarita, er gefin eru út í landinu, og kemr út tvisvar á mánuöi. Var hann rit- stjóri þess allt til dauðadags, og kemr þar vel fram það kirkju- lega prógramm, sem hann miðaði við alla starfsemi sína. Ilann vildi að samdráttrinn og einingin gæti orðið meiri í kirkjudeild vorri heldr en Iengst af hetír verið. ÖUum óþörfum flokka-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.