Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1894, Síða 9

Sameiningin - 01.06.1894, Síða 9
—57— myndi þeir naumast hafa árætt, á augabragði orðið að aumustu undirlægjum þeirra og þrælum. Yantrúin, hugleysið, hviklynd- ið þurfti að hverfa úr þjóðarkaraktér ísraelsmanna, áðr en þeir fengi gjört landið að sínu eigin. Og þetta fór lika á þeirri löngu og erviðu nótt. Nú skiljum vér þessi undarlegu 40 ár í sögu Israels. Nú skiljum vér hina blessunarríku þýðing þessarar skuggafullu nætr fyrir þeirra þjóðlíf. Nú skiljum vér hið diinma tímabil seinna í þjóðarsögu þeirra, er þeir sátu harmandi, eins og á nóttu, í útlegðinni í Babýlon. Meðan þeir sátu í þeim skugga hvarf hjáguðadýrkunartilhneigingin úr sálum þeirra. þessar nætr í þjóðlííinu, sem allar þjóðir hafa meira eða minna af að segja, eiga að gjöra það, sem nóttin gjörir í náttúrunni við jurtalífið. Oft þegar sólin stendr hæst fyrir þjóðunum með til- liti til hagsældar og velgengni í jarðneskam efnum, þurfaþær að hiðja með viðlíka orðum og Esajas leggr Móabsmönnum í munn til forna: „Láttu skugga þinn um miðdegið verða sem um nótt“ (Esaj. 16, 3). Og svo líf hins einstaka manns. Yér höfum dœmisögu frelsarans um hinn týnda son. það var aumt ástand, sem hann komst í. þvílík niðrlæging' þvílíkt svarta náttmyrkr! Syndir hans og svívirðingar leiddu þetta að sjálfsögðu yíir hann. En guð var í því náttmyrkri. Og hann grœddi á þeirri dimmu til- veru. Hann hætti að langa til að lifa eins og hann hafði svo lengi gjört, í syndinni. Hann sneri heim til föðurhúsanna upp úrþeirri diinmu þrenginganótt. — Hefði ekki nóttin einhverja mikla þýðing í náttúrunni, þá hefði guð aldrei skapað nóttina. Og hefði dimman í mannnlífinu enga þýðing, þá hefði guð líka svift honni burtu úr tilverunni, eða réttara sagt aldrei látið skyggja að. Ef oss ætti engin bíessan að standa af skugganum, ef guð almúttugr ekki gæti komið til vor í myrkrinu eins og í sólar- geislunum, með sína frelsandi og friðandi náð, þá væri hér eng- inn skuggi til á jarðneskum stöðvum vorum. Frelsarinn hefði, þegar hann kom í heiminn, gjört út af við allt myrkr, svo að segja hefði mátt með tilliti til allra hér á jarðríki þaðan í frá: „Skugginn þeirra er fra þeim vikinn“. En þessu víkr alls ekki þannig við. Myrkrið, nóttin, skuggarnir og forsœlan fylgja drottni komanda með sinn kærleik til mannanna. því sagði og Davíð, lofsyngjandi: „Hver sem býr undir varðveizlu hins œðsta, sá livílir óhult í skugga hins almáttuga" (Sálm, 91, 1).

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.