Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1894, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.06.1894, Qupperneq 10
—58— 0 Og þegar Esajas spáir um hið sæla ástand í heiminum eftir að ríki hins fyrirheitna frelsara er þar grundvallað, þá segir hann meðal annars: „Og drottinn mun látaþykkt ský staðnæmast um daga yfir hverju byggðu bdli á Síonsfjalli og yfir hverri sam- komu, sem þar verðr haldin, en ljdmanda eldsloga á nóttum, ]>ví yfir öllu því, sem dýrðlegt er, skal skýla vera. Og laufskáli skal vera til forsœlu fyrir hitanum á daginn og til hœlis og skýlis fyri steypiregnum og skúrum“ (Esaj. 4, 5-6). þá má og minnast hins undarlega atviks seinast í Jónasar spádómsbók: í þungu skapi hafði spámaðrinn dregið sig út fyrir borgina Nínive, óánœgðr og jafnvel reiðr við drottin út af því, er hann vildi vera láta. Hann hafði gjört sér þar laufskála og sat þar í forsœlunni, bíðandi eftir því, hvcrnig hinni heiðnu borg reiddi af. þá lét drottinn guð undrnjóla upp spretta og vaxa upp yfir Jónas til þess að bera skugga á höfuð hans og frelsa hann frá því, sem honum var að meini. Og spámaðrinn varð svo hjartans- feginn að vcra kominn í þennan friðanda og svalanda skugga. En svo árla næsta morgun kom ormr, og ormrinnstakk njólann, og njólinn visnaði, og skugginn hvarf; spámaðrinn missti skugg- ann sinn; hann varunegnaðist í steikjanda sólarhitanum, óskaði sér dauða og sagði: „Mér cr betra að deyja en lifa“. — Hve inndælt að fá að vera í skugganum — slíkum skugga! Hvc on oo aumt, þegar skugginn — slíkr skuggi — er vikinn buitu frá manni! Út af skugganum, sem Jónas sat í, minnist Ilallgrímr Pétrsson á skuggann, sem á guðs börn ber af krossinum Krists, og segir: „Jesú krossskugga skjólið hér skýlir þó langt um betr mér“ o. s. frv. Kristindómrinn m'eð sinu krossins evangelíi varpar svörtum skugga yfir mannheiminn. Allir, sem vilja frelsast eða eiga að geta frelsast, verða að draga sig í þann skugga. þegar augu manns hafa opnazt, svo að hann sér synd sína og hcfir af henni hryggð, þá cr sá hinn sami maðr kominn í skuggann, þann skugga, sem hér cr um að rœða. Og sá skuggi fylgir trúuðum kristnum manni, hvar sem hann cr á ferð og hvernig sem hög- um hans er háttað, eins víst og samkvæmt natturulögmalinu skuggi ávallt fylgir líkamanum, svo lengi sem sólin eða ljósið skín á líkamann. Vantrúin rís á móti hinu opinberaða orði

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.