Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1894, Side 11

Sameiningin - 01.06.1894, Side 11
—59— guðs, sem biblían hefir meðferðis, fremr öllu öðru fyrir þá sök, að mennirnir, sem það afl geyma innanbrjósts, vilja ekki kom- ast í skuggann, kannast viö liina svörtu hlið sína, krossfesta liinn náttúrlega mann sinn, leggja bak sitt undir lcrossinn Krists og tilbiðja hann. Menn œstust á móti frelsaranum til forna af því hann dró svo svartar myndir af lífi þeirra, lét guðlegan skugga falla yfir þá. Og engu í kristindóminum reiðast menn eins illa og þvf, að hann varpar burt hinum skínanda hjúpi, sem syndararnir klæða sig í, og lætr þá sjá skuggamyndirnar af þeim sjálfum. — Hvernig stendr þá á því, að Jónas spámaðr gladdist svo hjartanlega yfir því, er hann komst í skuggann, hryggðist svo innilega, er skugginn vélc burtu frá honum? Hverju sætir það, að skuggi hins almáttuga, sem sumir lofsyngja svo mjög út af, kemr öðrum til að illskast og reiðast? Skuggarnir í náttúr- unni geta hér ieiðbeint oss. Menn ýmist hræðast þá eðahlakka til þeirra. Að því leyti, sem þeir taka birtuna burtu frá mönn- um, hafa þeir óbeit á þeim; að því leyti, sem þeir gefa mönnum skjól gegn brennandi hádegissólinni, fagna inenn þeim. Krist- indómrinn er bæði lögmál og evangelíum. Lögmálið tekr birt- una burt, gjörir alla að sekum syndurum, lætr einn svartan blett eftir annan koma út, þar sem allt átti að vera skínandi bjart. það kemr sér illa. j)að kemr mönnum aftr og aftr til að reiðast drottni. Og kemr þá fyrir þeim mönnum, meðan svo stendr, evangelíum alls ekki til greinar. það skýlir, en vel að merkja engum nema þeim, sem draga sig í skuggann. þeir ein- ir, sem það gjöra, geta í dhnmunni undir krossinum lofsungið út af því, að þeir hvíli óhult í skugga hins almáttuga. Jesús var alla sína jarðnesku æfi í skugganum. Ó, hve sorglegr sá skuggi! en, ó, hve blessaðr sá skuggi' Aldrei var skuwinn eins dimmr eins 02 scinustu stundirnar, sem hann lifði á krossinum. Sólin missti þá algjörlega birtu sinnar. Yið byrjan þess ógrlega myrkva hrópaði frelsarinn: „Guð minn, guð rninn, hvers vegna hefir þú yfirgefið mig?“ Svo dimmt var þá í hinni heilögu sálu. En dýrð drottins var í þeim dimrha skugga, og hún kom þar sýnilega fram áðr en lauk, eins og sést á þessu friðsæla andlátsorði: „Faðir, í þínar hendr fel eg rninn anda“. — Nú sést, að allt hið mesta og bezta hér ájörðu á heima í skugganum. Blessaðr sé krossskugginn Jesú, blessaðir allir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.