Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1895, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.04.1895, Blaðsíða 7
—23— alla blessan hver einn hlýtr, þó að neyti þúsund manns.“ Orðin „líkami" og „blóð“ frelsarans minna alla ósjálfrátt á hjartað í kristindóms-opinberaninni: píslir Jesú og fórnardauða. Jesús standandi uppi í sinni píslarsögu, Jesús líðandi og deyj- andi á krossinum—það er vitanlcga brennipunktrinn, þunga- miðjan, í liinni guðlegu kærleiksopinberan frelsarans. Og á þetta hjarta, þennan brennipunkt, þessa þungamiðju endrlausn- arverksins er öllum bent með orðunum „líkami“ og „blóð' Krists í sambandi við hið heilaga sakrament lcvöldmáltíðarinn- ar. 1, meS og undir brauði og víni gefr frelsarinn öllum, sem krjúpa við náðarborð kvöldmáltíðarinnar „líkama" sinn og „blóð“, það erað segja: sig allan í fylling síns íriðþægjanda kær- leika, sömu f'yllingunni einmitt, sem sýnilega og áþreifanlega kom fram hjá honum, þegar hann forðum frá kvöldmáltíðar- borðinu gekk út í dauðann. Öll persóna Krists, allt hans kær- leikseðli, allt hans friðþægjanda kærleikslíf er syndugum mönnum veitt að gjöf, þegar þeir í kvöldmáltíðinni meðtaka brauðið og vínið. þessir sýnilegu, jarðneslcu hlutir í kvöldmál- tíðinni eru eins og tryggðapantr hins lcrossfesta frelsara til kristninnar í lieild sinni og hverrar einstalcrar trúaðrar læri- sveins-sálar. A hulinn, ósýnilegan hátt fylgir öll hans persóna, hann allr í fylling síns frelsanda kærleika, með þeim tryggða- panti. Ef til vill hefir einhver, sem þetta les, einhvern tíma á æfinni meðtekið einhverja gjöf frá einhverjum ástvini, sem átti að vera virkilegr tryggðapantr, og er enn þá, ef til vill, eftir mörg byltinganna og breytinganna ár varðveitt eins og tryggðapantr. Ekki var neitt undir því komið, að svo eða svo mikið peningavirði lægi í þessari gjöf. Hun mátti vera svo ódýr og lítilfjörleg sem vera vildi. Allt var komið undir því; að sá, sem gjöfina fékk, vissi algjörlega fyrir víst, að hjarta vinarins, sem gaf hana, fylgdi með henni á hulinn hátt, að gef- andinn hefði í og með og undir gjöfinni eða menjagripnum gefið vini sínum sjálfan sig, hjartað sitt, kærleikann sinn, lífið sitt. Ofullkominn er kærleikr syndugra manna, oftast grátlega ó- fullkominn. það er hverju orði sannara. Ensamt er góðum guði fyrir það þakkanda, að þess má all-mörg dœmi finna í sögunni, að menn, syndugir menn, hafa virkilega gefið sig útvöldum elsk

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.