Sameiningin - 01.04.1895, Blaðsíða 10
—26—
fremr en allt annaS á að verða þeim og öllum lærisveinum
frelsarans til styrkingar hinni veiku trú þeirra og hinum brot-
hætta kristindómi þeirra yfir höfuS.
í 48. passíusálminum, hinum ljómandi fagra sálmi út af
síðusárinu frelsarans. segir Hallgrímr Pétrsson meðal annars
þetta:
„Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp eg líta má;
guðs míns ástar birtu bjarta,
bæSi fæ eg aS reyna’ og sjá.
Hryggðar myrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfr þá.“
f kvöldmáltíðinni stendr kærleikshjartað frelsarans hverri
einustu syndmœddri og náðarþurfa mannssál opiö. Og það
þýðir sama sem að himininn, guðs náðarliiminn, standi opinn.
Og gegnum liinn opna himin heyrist rödd, svo undr mild og
blíð, hingað niðr á jörðina, til allra þreyttra og þjakaðra, allra
stríðandi og líðandi, sem hungrar og þyrstir eftir hinum lifanda
guði kærleikans: „Komið til mín!“—Heyrið, allir þér, sem þyrst-
ir eru, g'anefið til vatnsins. Annar eins lífsins brunnr eins og
sá, er syndugum mönnum stendr opinn í kvöldmáltíð drottins,
er ekki til.
Um uppruna mannsins.
Eftir séra FriSrik J. Bergmann.
í Nóv.-blaði „Sam.“ fyrir árið 1892 (7. árg.) stendr ofr-lítil
ritgjörð með fyrirsögninni Darwins-tilgdtan. Hún er aðallega
útdráttr úr rœðu, sem heimsfrægr þýzkr vísindamaðr, Virchow
að nafni, hafði haldið á fundi hins þýzlta mannfrœðingafélags
um mannfrœði síðustu tuttugu áranna. í rœðu þessari leyfði
Virchow sér að gjöra þær staðhœfingar. að Darwins-tilgátan væri
enn vísindalega órökstudd, héldi því áfram að vera tilgáta og
ekkert annað, liðina, sem vantað hefði í fyrstu, vantaði enn, — %
frummaðrinn (proanþrópos) væri enn ósýnilegr, o. s. frv.
Ilelgi nokkur Pétrsson, einn hinna ungu íslenzku náms-
manna í Kaupmannahöín, hefir farið að gjöra nokkrar athuga-