Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1895, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.12.1895, Blaðsíða 2
—146— 5. Hví léztu’ ei, herra hæsti, 7 þér hiriineskt gjöra tjald, jar stjörnu glampinn glæsti þitt guðdóms birti vald ? Hví bauðstu’ ei englum öllum, er einn þú lágst á jörð, aö koma’ úr himna hölluin og halda um þig vörð ? 6. Nei,hann,sem heimsbyggðalla í á helgum dœmir stað, ei hefir það, er halla liann höfði megi að. Og ei hann sjálfr átti hið auma stráið, sem í nauðum nota mátti þá nótt í Hetlehem. Sér lirafnar hreiðr eiga og hafa þar sitt skjól; í gienja göngum mega sér gjöra refar ból. Öll skepnan hæli hefr, þar hvíldar njóta má; en guðs syni’ enginn gefr það geti’ hann legið á. Æ, kom þú, kæri herra, æ, kom þú til mín inn; mín andvörp aldrei þverra : Kom inn, kom, Jesú minn ! í hjarta mínu hlúa, minn herra’, eg vil að þér, og bið þig ávailt búa, minn blíði guð, hjá mér. — —— — — ■ í KIRKJUÁRS-BYRJAN. I’rédikan út af Lúk. 4, 16—22 eftir ritst. ,,Sam.“, flutt í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg 1. sunnudag í aðventu, 1895. Kirkjuárið byrjar í dag. Byrjar nú eins og æfinlega með þessum sunnudegi, fyrsta sunnudeginum í aðventu. Og í ár liggr nákvæmlega heill mánuðr á milli þessa fyrsta aðventu- sunnudags, hins kirkjulega nýársdags, og hin.s borgaralega ný- ársdags, nefnilega allr Desembermánuðr. Tíminn, sem á milli liggr, er stundum litið eitt lengri, stundutn lítið eitt styttri. En yfir höfuð að tala getr millibilstími þcssi talizt heill mánuðr, eins og hann nákvæmlega er í ár, Svo það er þá auðsjáanlega meiningin, að allr lýðr kirkjunnar skuli ávallt vera svona löngu á undan tímanum, þeim tíma, sem markaðr er niðr í heimsins almanaki,—einum heilum mánuði á undan tímanum. Eða ef þetta var ikki upphaflega meiningin, þegar kirkjuárs-hug- myndin varð til endr fyrir löngu í sögu kristninnar, þá vil eg samt, að þetta sé meining nú fyrir oss. Eg vil með öðrum orðum, að safnaðarlýðr vor allr láti þetta forna tvöfalda tímareiknings-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.