Sameiningin - 01.12.1895, Blaðsíða 15
—159—
York, um leyti til að vera sent með póstinum út um landið.
Harin ber fyrir sig ' þessu efni löggjöf, er gildandi sé í Canada,
er banni að senda ósœmileg og guðlastandi rit með póstum
landsins. það er ástceða til að benda á þetta, af því einstöku
íslendingar hafa lagt svo mikla ást á þetta óhrœsis-málgagn
liinnar svæsnustu og hrottalegustu vantrúar. F. J. B.
O O
Samkvæmt „ísafold" eru nú í ár að eins 5 stúdentar á
prestaskólanum í Keykjavík og 9 á læknaskólanum. Aftr
á móti eru 42 íslenzkir stúdentar nú við háskólann f Kaup-
mannahöfn, eftir því, sem frá er sagt í „Sunnanfara“. Af þessum
Hafnarstúdentuin á nærri því helmingrinn (20) við lögfrœðis-
nám ; 7 lesa málfrœði, G læknisfrœði, 2 guðfrœ’i, 2 sagnfrœði, 2
fjöllistafrœði (polýtekník), l heimspeki ogfagrfrœði (œstdík).
ísland er augsjmilega meir og meir að „dependera" af Dönum
að því, er kemr til hinnar hærri menntunar, og er bað merkilegt
á þessari tíö, þegar svo mikið er talað um rétt íslendinga til
þjóðornislegs sjálfstœðis. þorsteinn Gfslason lýsir háskólanum
danska nokkuð í „Sunnanf.“, sérstaklega með tilliti til vistar
íslenzku stúdentanna þar, og þykir honum fremr lftið til koma.
það, að svo margir gjörast þar lögfrœðingar segir hann ekki sé
vegna ágætis kennslunnar í þeim frœðum ; hún sé mjög fjarri
því að hafa nokkurt aðdráttarati fyrir hugi ungramanna ; heldr
stafi þetta eitigöngu af því, að lögfrœðingar eigi aðgang að feit-
ustu embættunum. Og yfir höfuð mun það, sem kehir Islend-
ingum til að leita til háskólans í Höfn, miklu fremr vera vonin
um að komast í þægilega stöðu að embættisprófi þar af loknu,
heldr en löngunin eftir að ná sem fullkomnastri. menntun.
Læknaskólinn í Reykjavfk þykir sumum ekki muni geta full-
nœgt kröfum tfmans, og vill jafnvel einn af kennurunum þar
nú afnema þá stofnan og senda öll hin íslenzku læknaefni út til
Kaupmannahafnar, en jafnframt er heimtað, að læknaembættin
sé miklu betr launuð en nú er. Og það er rétt við að búast, að
einhver komi bráðum með sömu tillöguna viðvfkjandi presta-
skólanum fslenzka, að hann verði af numinn, svo að hin kirkju-
lega menntun íslands verði líka aldönsk.
St. Ráls-söfnuðr í Minneota (f prestakalli séra Björns B.
Jónssonar) er nýbúinn að koma sér upp vandaðri og veglegri
kirkju, og fór þar í fyrsta skifti fram guðsþjónusta sunnudags-
morguninn 8. Des. (2. í aðv.). Og prédikaði séra Jónas A. Sig-
urðsson við ]>að tcekifœri. Sama dag kl. 2 var hornstcion kirKj-