Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1895, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.12.1895, Blaðsíða 4
—148— sett, ellegar hát'andi unnið það illa og sviksamlega. Og er þá mjög eðlilegt, að sú tilhugsan verði mönnum svo sterk hvöt sem hugsazt getr, til þess að hagnýta sér hina jarðnesku æfitíð sfna vel og vandlega. Hugsanin um það, hve mikið drottinn heiintar, hugsanin um það, hve illa hlýtr að fara hinum megin fyrir liinum ótrúu verkamönnum, hugsanin um það, hve maka- lausa þýðing þetta jaröneska mannlíf hetir fyrir hina endalausu eilífð,—það er ómögulegt annað en hún hleypi þeim hraða inn í líf þeirra, sem á annað borð í dýpstu alvöru trúa hinu guðlega opinberunarorði, að þeir í sannleika verði, mannlega talað, á undan tímanum. Viðkvæði vantrúarinnar eða lífsskoðunar þeirrar, sem mannlegt hyggjuvit heíir tilbúið og sniðið eftir óskum og eftirlöngunum liins náttúrlega, óendrfœdda manns- hjarta, er þetta : Ekkert liggr á, því annað hvort er allt úti með dauðanum, og þá er að eins um það að rœða, að taka sér þetta stutta líf sem léttast, reyna að njóta hins hverfanda angnabliks eftir því sein notalegast felir, ellegar, ef hf á annað borð er til hinum megin fyrir livern einstakan eftir að þessu jarðneska sleppr, þá er þar—í eilífðinni—óendanlegt tœkifœri til að ijúka því hlutverki af, sem hér var í dauðanum skilið við hálf-unnið. og jafnvel að ná takmarki fullkomnunarinnar og sælunnar, þó að um iivorugt hafi neitt verið hugsað í þessu lífi. Svo að eftir hvorritveggja fmyndaninni iiggr ekki lifandi ögn á. Viðkvæði kristriu trúarinnar er aftr á móti: það bráðliggr á, að allt það sé gjört, sem hin guðlega skyldan býðr. það bráðliggr á, af því að lifið—hið eilífa lífið—liggr við. Sé iífið, hið eilífa lítið, ekki höndlað hér í tímanum, á þessari stuttu jarðnesku mannsæfi, þá er ómögulegt að höndla það hinum megin. Tíminn fær þannig í ijósi hins kristilega trúarorðs nýja þýðing, og sú þýðing er vitanlega alveg óendanieg, þar sem eilífðin öll fer einmitt eftir því, hvernig tíminn, sá tími, sem iiverri einstakri mannssál iiefir gefinn verið, hefir verið notaðr. það er eins og eilifðin hati verið fiutt til hins kristna manns inn í tímann. Hann hefir eilííðina sífellt fyrir augum, miðar allt hér í tímanum við eilífð- ina, ber meira að segja hið eilífa lífið stöðugt með sér, og fær svo hina sterkustu hvöt til að vinna svo rösklega að skylduverkinu eina mikla, sinni sáluhjálp, og öllum , öðrum skylduverkum, er út frá því leiðast, að hann yfir höfuð að taia

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.