Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1899, Page 16

Sameiningin - 01.05.1899, Page 16
48 kirkjufélag vort. Miðvikudaginn 26. Apríl 1899 útskrifaðist eg af prestaskólanum í Chioago. Margir hafa hjálpað mér á minni stuttu lífsleið. Fyrir utan umönn- un foreldra minna og tilsögn kennara minna, sem eg fæ aldrei launað, bróðurleg atlot skyldmenna og félaga minna,er ofthafa veitt mér aukinn þrótt, og drengilega hjálp minna mörgu vina í Norðr-Dakota ásamt öðr- um þeim, er veittu mér atvinnu og á einn eðr annan hátt studdu að því, að eg gæti haldið áfram námi mínu, minnist eg sérstaklega með innilegu þakklæti og klökku lijarta hins einlæga kærleika og mörgu velgjörða séra Jóns Bjarnasonar og konu hans, frú Láru, er fyrst opn- uðu fyrir mér möguleik til mennta. Guð launi þeim, sem mér hafa hjálpað, og veiti mér styrk til að reynast trúr. -------------------- Lead, kindly Light eru upphafsorð enska sálmsins, sembirtistíþessu blaði ,,Sam.“ í íslenzkri þýðing eftir hr. Jón Runólfsson. Það er einn hinna allra frægustu sálina, sem til eru á enskri tungu. Höfundrinn var upphafiega eitt af hinum stóru ljósum biskupakirkjunnar á Eng- landi, en sleit sambandi við hana og gekk inn í rómversk-kaþólsku kirkjuna árið 1845. Og 38 árum síðar, árið 1878, var hann hafinn til kardínála-tignar af Leó páfa hinum þrettánda. Hann andaðistáriðl890 nærri því nírœðr. Sálminn. sem hér er um að rœða, orkti hann árið 1833 á hafi úti, á sjóferðí Miðjarðarhafinu. Fyrirsögn sálmsins er: „Ský- stólpinn11. Hr. Magniís Pálsson, 309yí Elgin Ave., sendir „Sam.“ út. Hr. Jón A. Blöndal, 207 Pacific Ave., Winnipeg, er féhiröir ,,Sam.“ ,, EIMBEIÐIN", eitt fjölhreyttasta og skemmtilegasta tímaritið á ís- íenzku. Jtitgjörðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. F æst hjá H. S. Bardal, S. Bergmann o. fl. „KENNARINN“, mánaöarrit til notkunar við kristindómsfrœðslu barna í sunnu- dagsskólum og heimahúsum; ketnr út í Minneota, Minn. Árgangrinn, 12 nr., kostar að eins 50 cts. Ritstjóri séra Björn B. Jónsson. Útg. S. Th. Westdal. ,,ÍSAFOLD“, lang-mesta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku $1.50. Halldór S. Bardal, 181 King St,, Winnipeg, er útsölumaðr. „VERÐI LJÓS !“—hið kirkjulega mánaðarrit Jeirra séra Jóns Ilelgasonar, séra Sigurðar P. Sívertsens og Haralds Níelssonar í Reykjavík — til sölu í bókaverzlan Ilalldórs S. Bardals í Winnipeg og kostaróo cts. ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00 árg.; greiðist fyrirfram. —Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Jón A.Blöndal, Pjörn B, Jónsson og Jónas A. Sigurðsson. f>REfITSMIDJA LÖGBERGS — WlfíNfPEG,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.