Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 2
98 Guði sé lof! Guð, þér sé vegsemd og lof! Lúti þér lýðir og hlýði. 5. Guði sé lof, sem um áranna’ og aldanna raðir Israels guð er og mannkynsins náðugur faðir! Guði sé lof! Guð, þér sé vegsemd og lof ! Syngjum vér sælir og glaðir. -------—•—------------ Missíónarferðir. Eftir séra Jónas A. Sigurdsson. Yfir hinu síðasta kirkjuþingi hvíldi, í missíónarmálinu, norrænn trúboðsandi, eitthvert endurskyn af anda hinna kristnu, ágætu konunga, sem áttu svo mikinn þátt í kristni- töku feðra vorra, eitthvert brot af anda Ólafs konungs Har- aldssonar hins helga, er fremur fór um ríki sitt og föðurland til að kristna það, en til að leggja land undir sig; sem hugsaði meira um kristnihald en skatta og Finn-ferðir. Norrænn trúboðsandi kendi Islendingum kristni. Og hinn sami andi ætti, að minsta kosti, að vera enn svo vakandi, að vilja viðhalda og varðveita sinn kristindóm. Hin fyrstu ár, eða hið fyrsta ár, kristindóms í föðurlandi voru, sintu menn trúboði,—og síðan ei. Til Grænlands, og jafnvel Vín- lands (Ameríku) barst kristin trú frá íslandi. Skyldi oss þá ekki langa til þess, að hún bærist út um bygðir landa vorra og varðveittist þar nú á þessari trúboðsöld ? Eins og ráð var fyrir gert á kirkjuþingi, hefi ég síðan fariö tvær ferðir til bygða, sem engrar prestþjónustu njóta, aðra í júlí, vestur til Islendinga sem búa í Mouse River-dalnum, hina x ágúst, austur til Rosseau-bygðarinnar í Minnesota. Til Islendinganna í Mouse River-dalnum hefi ég áðurfar- ið tvisvar: sumarið 1897 og vorið 1898, rétt áður en ég fór af stað til Islands. Koma mín þangað var því, í vissum skiln

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.