Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 11
107 málgagni General Councils, og þar að auki prófessór í heimspeki við Pennsylvania-háskólann. Hann hafði mjög fjölbreyttar gáfur, og var lærdómsmaður mikill. Hann haföi á sínum tíma orð fyrir að vera lærðasti maður í Philadelphia. I io ár var hann forseti General Councils. Frá þeim tíma að Generl Council myndaðist, barðist hann í ræðum og rit- um, í prestaskólanum og utan hans, eindregið fyrir því, að halda því sem einkennir vorn kristindóm sem lúterskan. Hann er talinn að vera hinn mesti ensk-lúterski guðfræðingur, sem lúterska kirkjan hefur eignast. Hin merkasta bók, sem liggur eftir hann, og um leið hin merkasta lúterska bók, sem rituð hefur verið á ensku máli, er ,,The Conservative Re- formation", og hefir hún inni að halda ritgjörðir sem lýsa hinu sanna ágæti lútersku kirkjunnar, og útskýringar á og sannanir fyrir því, sem hún leggur sérstaklega áherzlu á. það var verk þessara manna að grafa upp lúterska gullið, sem gleymst hafði, og sýna það kirkjunni. það á heima um starf dr. Schmuckers, ekki síður en dr. Krauths. Um leið og lútersk trúar-atriði höfðu fallið í gleymskn, hvarf mikið af lúterskum siðvenjum og tíðareglum. Að inn- leiða hið síðara var starf dr. Schmuckers. það var mikið verk. það þurfti að rannsaka ógrynni af hinum fyrstu, þýzku guðsþjónustuformnm. Með mikilli alúð vann hann að þessu í mörg ár. Hann var álitinn bezt að sér í þeirri grein af öll- um samtíðarmönnum sínum í Ameríku,og þó lengra væri leit- að. Guðsþjónustuform General Councils eru að miklu leyti verk hans, og ,,kirkjubók“ þess félags, með sálmum, guðsþjónustuformum og mörgu öðru nytsömu, er líklega meira honum að þakka en nokkrum öðrum manni. Hann átti líka mikinn þátt í því, að vekja tilfinningu hjá mönnum í hinni ensk-lútersku kirkju fyrir fögrum, sann-lúterskum guðs- þjónustum, ekki að eins í anda, heldur einnig að formi til. Starf þessara tveggja manna leiddi ómetanlega blessun yfir General Council, og yfir lútersku kirkjuna í Bandaríkj- unum í heild sinni. (Framh.) OOO-Í1-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.