Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 5
IOI þeirrar bygSar hafa flott ýmsir safnaðamenn mínir og vinir, sem reynzt hafa ágætlega hér í safnaöarstarfmu og öllu félags- lífi. Einn kunningja minna og safnaðarmanna, Guðjón, son- ur Guðvalda Jónssonar frá Hámundarstöðum og Kristínar konu hans, kom til móts við mig í Badger, sem er kauptún, næst landnámi íslendinga, á póstleiðinni frá Stephen til Ross- eau, höfuðstaðarins í hinu nýja Rosseau County. Hjá Guðvalda og fólki hans hafði ég aðallcga aðsetur mitt meðan ég dvaldi eystra, og var sem í foreldra höndum, Á sunnudaginn 13. ág., flutti ég guðsþjónustu í húsi þjóð- verja eins, sem hagnýtt er fyrir samkomur og skólakenslu. Var hún vel sótt, þrátt fyrir það, að messuboð höfðu ekki náð til allra bygðarmanna, sem líklegir eru til að sækja guðsþjón- ustur. Um 20 manns gekk til altaris. Eitthvað af börnum var og skírt,og skírði ég alls 7 börn meðan ég dvaldi þar. Pist- ill dagsins (11. s. e. t.) var einkennilega vel við eigandi, þar sem f hlut átti margt af mínu fyrverandi safnaðafólki: ,,En ég vil minna yður, bræður, á náðarboðskap þann, sem ég áð- ur hef boðað yður og þér veitt móttöku, sem þér einnig hafið stöðuglega haldið við, og sem líka mun yður hólpna gera, ef þér geymið hann“, (1. Kor. 15, 1—10). Daginn eftir gifti ég hjón, og var þar fjölmenni saman komið. Gat ég þar bæði minst við vini mína, og eins kynst ýmsum, er ég ekki áður þekti. Var sú viðkynning mér n jög ánægjuleg. þetta var einnig hin fyrsta íslenzka hjónavígsla í hinni ungu bygð. Á þriðjudaginn flutti ég enn guðsþjónustu, í skólahúsi austar í bygðinni (skamt frá S. A. Anderson), sem skólastjórnin lánaði mér góðfúslega. Var enn sótt sæmilega, þótt mesti annatíminn stæði yfir, og ýmsir voru að búa sig til brottferðar—vestur til Dakota, í uppskeru-vinnu þar. Að lokinni guðsþjónustu hélt ég fund með mönnum. Var á þeim fundi myndaður ev. lút. söfnuður, er nefnist Lút- ers-söfnuður. Söfnuður þessi var myndaður með nálega 120 nöfnum. Náði ég þó ekki til allra, sem áreiðanlega gangi í söfnuðinn. Sumir af mínum eigin safnaðamönnum, nýflutt- ir austur og búsettir Canada-megin, gátu ekki komið, ásamt fleirum, Safnaðarlög voru samþykt, kosin safnaðarstjórn og alt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.