Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 12
io8 t Frá Islandi. Eftir scra Jónas Sigurjssoa. v. (Niðurlag.) Til Akureyrar var komið um kveldiö fyrir háttatíma. Hinn fyrsti maöur, sem ég hitti þar, var séra Matthías Joch- umsson. Honum þarf ekki að lýsa, En þaö eitt skal þó hér sagt, að vegfarandinn hittir trauðla blíðari og bróðurlegri mann en einmitt séra Matthías. þannig reyndist hann mér. Ég hafði ásett mér, að hagnýta tímann sem bezt og ríða út til Möðruvalla í Hörgárdal meðan skipið stæði við, og það gerði ég. Fann ég á Akureyri fornvin minn, Stefán Jónsson frá Munkaþverá, ásamt föður hans. Stefán dvaldi hér í Ameríku nokkur ár. Hann tók mig upp á eik sinn, og riðum við til Möðruvalla um nóttina. Á Möðruvmllum er, sem kunnugt er, ein aðal kirkja norð- anlands og gagnfræðaskóli Norðlendinga. Skóli sá er nú kominn í stað þess klausturs, er þar var stofnað fyrir munka 1295. Enda voru klaustrin nokkurs konar skólar, er varð- veittu bókleg fræði, ýms forn rit og sagnir. Á þeim var og stunduð jarðrækt. Ýmsir höfðingjar og háyfirvöld sátu síðar á Möðruvöllum. En nú hefir skóli þessi og nemendur hans tekið arf eftir þessa frægu feður, og hafa nú með höndum mannaforræði í landinu á margan hátt,—þó þar sé nú hvorki munkalíf né amtmannssetur. þegar hugsað er um þessa mentastofnun finnur maður til þess, hve margt ber þess vott, að afkomendur Njáls eru misvitrir sem hann. Maður þarf að vera býsna ,,íslenzkur“ til að geta skilið,hvers vegna sá skóli, sem er einungis bókleg mentastofnun, var settur þarna út f sveit—því engum datt í hug að vilja þannig útvega honum sveitfestu, eða koma honum á sveitina, í vissum skilningi. Vegfarandinn getur naumast farið um héraðið án þess að finna til þess, að sá skóli átti að standa á Akureyri. Allir, sem kynnast erlendu mentalífi og íslenzkri einangran, hljóta að finna til þess. Eitt hið fyrsta, er ég sá á hinu forna höfðingjasetri, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.