Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 7
io3 er falleg og þur, í votviöra tíð. þó vegir megi teljast litlir, veröur ekiö hindrunarlaust um alt. Bygöin er grasivafin, heyskapur afar-mikill, víða akurblettir, mörg hús ágæt, gnægð viðar, áin—Rosseau-á, sem kemur úr Mud Lake og fellur vestur í Rauð-á—er falleg, með fiski, jafnvel skelfiski,og mal- arbotni. Að líkindum bætist bráðlega úr hinni miklu fjarlægð frá járnbraut, er brautin frá Winnipeg til Port Arthur verður lögð fyrir norðaustan bygðina. Verður það vafaluust til stórra hagsmuna fyrir búendur á því svæði. Fólkið er ánægt; telur kjör sín bætt við flutninginn austur. Sér ekki frumbýlings- skapinn á hjá sumum bændum þar. Einn bóndi (Guðvaldur frá Hámundarstöðum) hafði verið þar tæpa tvo mánuði. þó hafði hann þegar bygt stórt timburhús, mjög myndarlegt, pen- ingshús og nálega lokið heyskap á þessum tíma. Ekki hefði hann getað afkastað því heima í Vopnafirði. Ég minti á norrænan trúboðs-anda og Ólaf hinn helga í upphafi þessara orða. Andi hans var góður og verk hans til uppbyggingar kirkju Noregs, og jafnvel kirkjan á Islandi,—að minsta kosti á þingvöllum—, stendur í þakkarskuld við hann. En flestir Islendingar muna hvernig með hann var farið, og á hvern hátt ríkið var unnið úr hendi konungs og fólkið lokkað til mótspyrnu og drottinssvika: með fégjöfum Knúts ríka og æsing ókristinna höfðingja, sem að eins hirtu um sinn hag, gegn réttlæti kóngs, sem refsaði jafnt ríkum og snauðum, vítti kristnispjöll hjá ,,þegn og þræl“, sem hugsaði meira um kristindóm en konungdóm. Jafnvel ástvinur konungs, Björn stallari, gerðist ginningarfífl gullsins. Og þegar Björn, fullur angurs og iðrunar, kom á konungs fund til að biðja sátta, var svarið: ,, Við erum sáttir. En bættu þetta við guð. “ Enginn hlutur má gera oss, hina norrænu menn, að ginningarfíflum hins illa, ekkert kaupa oss til uppreistar gegn konungi vorum. Við höfum þegar svo margt að bæta við guð!

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.