Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.09.1899, Blaðsíða 6
102 búiö undir inngöngu í kirkjuíélagiS, sem mér var faliö aö sækja um, fyrir hönd hins nýja safnaðar. I stjórn safnaðarins voru kosnir: Pétur Pálmason, Elías E. Vatnsdal, Guöjón Guðvalda- son, Matúsalem Peterson og Magnús Jónsson. Rætt var einnig um sunnudagsskólahald. Sökum strjálbygðar og ó- greiðra vega, var ráðgert að segja börnum til á þremur stöð. um í bygðinni. Voru menn valdir til að annast þá kenslu, og vonandi að hún komist á fót. í liðinni tíð hafa góðir menn eitthvað gengist fyrir sunnudagsskóla kenslu í sveitinni. För mín til Rosseau-bygðarinnar tel ég ,, sólskinsblett í heiði“, bæði persónulega og frá kirkjulegu sjónarmiði. Við- tökurnar hjá fólkinu öllu, einkum j?ví sem ég hafði áður kynst, og sem er of margt til að nafngreina hér, voru svo dæmalaust alúðlegar. það bar mig bókstaflega á höndum sér. En þó var það mest gleðiefni, að það er vafalaust alvörumál hins kristna fólks að halda saman safnaðarlega. Ónefndar ástæður og aðfarir, og sem af óvinum kristinn- ar kirkju hefði naumast verið þagað um, einmitt það, sem menn hafa óttast, en sem guð hefir þegar ,,snúið til góðs“, hefir opnað augu manna fyrir nauðsyn kristilegrar og safnað- arlegrar samheldni, og eins fyrir því, að ekki er alt yfirskinið og öfugstreymið, prettvísin og tálið inncin kirkjunnar vébanda. Reynslan gerir manninn einatt hygginn, án efa eins í kirkju- legum málum. Eg trúi því, að Lúters-söfnuður dafni, og að Lúters nafnið ,,bægi sem Kerúb með sveipanda sverði“, eins og skáldið kvað, öllum kirkjulegum kveifarskap, allri andlegri hálfvelgju frá hinum litla lærisveina-hóp, sem hann hefir myndað, en minni á trúardjörfung og trúmensku í öllu and- legu starfi. Heill og heiður þeim bygðum, þar sem andi siðbótarinn- ar minnist Melanktons og Lúters í nöfnum og í anda kristinna safnaða! Ég ítreka það, hve innilega koman austur og kynni af fólkinu þar, hvað kristindómsmálin snertir, gladdi mig, og hve einlæglega ég vil þakka fyrir það,—biöja guð að auðsýna því aftur sinn kærleika. Um bygðina skal ég vera fáorður. Mig furðaði hvað hún

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.