Sameiningin - 01.11.1899, Blaðsíða 3
heita kærleika til þess að minna oss ferSamennina á það, sem
dýrmætast er til í guSs orSi og útleggja fyrir oss ritningarnar.
Vinir mínir ! Hann er ávallt meS oss öllum, veikum og
vanmáttugum lærisveinum hans, á vegferð lífs vors, þó aS
augu vor, því miðr, sé einatt svo haldin, aS þau sjái hann
ekki eSa þekki hann ekki. SérhvaS eina í æfikjörum vorum,
allt — undantekningarlaust allt — í umheimi vorum, allar
myndirnar í mannlífinu og náttúrunni, sem bera fyrir augu
vor á lífsleiSinni, — þaS eru allt eins mörg brot af einni alls-
herjar dœmisögu, sem kristnir menn geta lesiS og eiga að lesa
út úr sömu lærdómana, sem fyrir oss liggja beinlínis opinber-
aSir í frelsisorSi kristindómsins, — óþrotlegar, ómetanlegar
líkingar, sem hann, er ræSr yfir náttúrunni og mannkynsögu-
ganginum, leggr fram fyrir augu vor til þess aS halda endr-
minningunni um hin ýmsu atriði kristindóms-opinberunarinn-
ar sívakandi í sálum vorum. því frá honum og fyrir hann og
til hans eru allir hlutir. Hann, frelsarinn, drottinn vor Jesús
Kristr, hefir stöSugt veriS aS tala viS oss nú á ferS vorri.
Eins og þér vitiS hefi eg á þessum tíma, sem eg hefi
veriS burtu frá söfnuSi mínum og heimili, haft hvíld frá em-
bættisstarfi mínu og nálega ekkert, átt viS prédikan orSsins.
En drottinn hefir hinsvegar á ýmsan hátt allan þennan tíma
veriS aS prédika fyrir mér, á margvíslegan hátt veriS aS
brýna fyrir mér hinar dýrmætu lexíur fagnaöarboSskaparins,
minna mig ýmist beinlínis eSa óbeinlínis á, hvaS sí og æ þarf
aS prédika, og þá líka, hvaS eg endilega yrSi aS prédika,
þegar eg aftr tœki hér til starfs, gefa mér heilaga hvöt, ef
unnt væri, ómótstœðilega hvöt, til þess aS prédika orðiS svo,
aS tilheyrendr mínir aldrei þyrfti aS missa sjónar á eSa í
hugsunum sínum aS fara fram hjá brennipunkti þess orSs —
hinni frelsandi náö guðs í Jesú Kristi.
Og svo kem eg þá, brœSr og systr, fram fyrir ySr nú meS
samskonar vitnisburð, sömu játning, sama fagnaSarefni, eins
og hinir tveir samferSamenn, er sögubrot texta vors skýrir
frá, lögSu fagnandi og sigrihrósandi fram fyrir hóp hinna læri-
sveinanna, þegar þeir hittu þá aftr í samkomusalnum í Jerú-
salem nýkomnir úr ferSinni til Emmaus á páskadagskvöld.