Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1899, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.11.1899, Blaðsíða 9
137 meðyðr!“ Hann vill nú vera með oss öllum, heilsar svo milt og blítt upp á oss alla, býðr oss öllum frið, hinn himn- eska blessaða frið, sem heimrinn getr ekki gefið. þessu má enginn gleyma. Og á þetta skal nú öll áherzlan lögð. Öll- um tilheyrir þessi kveðja. Öllum undantekningarlaust er boðinn þessi friðr, án alls tillits til þess, hvernig að undan- förnu hefir verið búið um hnútana til tryggingar hinu persónu- lega lífi. þá, sem hafa verið honum nálægir, og þá, sem hafa verið honum fjarlægir, kallar hann á alla eins, og býðr þeim sinn frið, — frelsan frá syndinni fyrir blóð friðþægingarinnar og samfara þeirri frelsan þann frið hjartans, sem œðri er öll- um mannlegum skilningi. Friði guðs er fyrir Jesúm Krist út- hellt yfir þessa syndugu jörð. Heilögum friði eilífs lífs inn- blásið í hjörtu einstaklinganna allra, sem meðtaka hinn kross- festa og upprisna guðs son eins og lausnara sinn, leiðtoga á æfiförinni, drottin síns lífs. þarna er ráðgáta lífsins leyst. þarna er hinn frelsandi brennipunktr í lífi einstaklinganna allra, sem mynda mannkynssöguna. Og þarna er jafnframt miðpunktr kristindómsopinberunarinnar. Eins og það líka var miðpunktr í lofsöng hinna himnesku herskara á jólanótt- inni, þegar frelsarinn fœddist: ,,Dýrð sé guði í upphæðum, friðr á jörðu og velþóknan yfir mönnunum!" Hann kom í heiminn, úr hinni himnesku dýrð niðr á land syndanna, sorg- anna og kvalanna, til þess að útvega mönnum þennan frið. Og ósýnilegr er hann eftir líkamlega burtför sína hér hjá oss, gengr við hlið vora og býðr hverjú mannsbarni þennan frið. Náð sé með yðr og friðr frá guði föður fyrir drottin vorn Jes- úm Krist! þannig hljóðar hið postullega kveðjuorð marg- endrtekið. Og þessi kveðja fylgir kristindómsorðinu hvert sem það berst út um hinar jarðnesku mannabyggðir. Og hvar sem syndug mannssál gengr frelsaranum á hönd og tekr að lifa með honum og í honum, þá verðr kveðjan þessi milda og blessaða að áhrínsorði. Ó, kærir tilheyrendr ! þér eruð allir ferðamenn, allir meira eða minna þreyttir ferðamenn, sumir dauðþreyttir, svo liggr við, að þér hnígið örmagna niðr til jarðar, sumir, ef til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.