Sameiningin - 01.11.1899, Blaðsíða 13
þaö alveg víst, ef vér göngum inn í hann og undir honum me8
sannri og lifandi trú á mannkynsfrelsarann Jesúm. í og með
trúnni á hann, gegnum sjónauka þann, sem hann hefir gefið
oss, lærisveinum sínum, sjáum vér jafnvel enn þá meiri dýrð
á vetrarhimninum en á sumarhimninum. Og þá fyrst, þegar
vér höfum fest augu vor viö þá dýrð, dýröina, sem vetrarríkið
opinberar, getum vér til hlítar lært að meta sumariö og sum-
argjafirnar rétt og notað það og þær oss til fullkominnar bless-
unar.—Og hugsum nú síðast um vetrinn sem tákn sjálfs dauð-
ans. það er háalvarleg hugsan. En fyrir þá alla, sem vita
af frelsaranum með sér veranda, komnum til sín með hjálp-
ræöi friðþægingarinnar og hinn himneska frið, er það sigri-
hrósandi hugsan.
í hans nafni sé þá vetrinn oss öllum velkominn í þetta
sinn. Og þegar vetrarríkið í æfikjörum vorum fellr yfir, hve
nær sem það verðr, þá sé þaö líka í hans nafni velkomiö. Og
dauöinn, þegar hann ber að höndum, sömuleiðis fyrir hans
kærleikskraft velkominn. Og þegar allt þetta er velkomið,
þá verðr gott aö hugsa til samfundanna hinum megin.
Sitt livað smávegis út af Islauds-ferðiuni.
Ritstjóri ,,Sam. “, séra Jón Bjarnason, kom ásamt konu
og börnum og séra Friörik J. Bergmann úr íslands-ferðinni til
Winnipeg 18. Okt. Séra Rúnólfr Marteinsson hefir meðan á
þessari íslands-ferö stóð í nafni séra Jóns annazt ritstjórn
,,Sameiningarinnar“. Síðan hefir hann ferðazt til Nýja Is-
lands og vinnr þar nú aö kristindómsmálum um hríð. Heim-
sœkir væntanlega fleiri Islendinga-byggöir rétt bráðum.
Vestr-íslenzku ferðamennirnir dvöldu á Islandi frá 29.
Júní til 26. September og feröuðust víða um land. Séra Jón
flutti rœðu um feröina og ástandiö á íslandi á opinberri sam-
komu í Winnipeg hinn 30. Okt. Og flytr ,,Lögberg“ ágrip
af þeirri rœöu. Um kirkjulífið og trúarmálin þar er þó ekkert
sagt í því ágripi, enda snerti rœðan þaö efni að eins lítið. þeir