Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1899, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.11.1899, Blaðsíða 15
143 stúdent á prestaskólanum, stór-merkr og einkennilegr kristin- dómsvinr, hefir með aödáanlegum dugnaði komið á fót og heldr uppi. En hitt allt af upplaginu tók höfundrinn með sér hingað vestr, og er það nú til sölu hjá honum, Halldóri S. Bardal í Winnipeg, og víðar um byggðir Vestr-íslendinga. Eintakið kostar hér 25 cent. Rœðurnar eru hver annarri ágæt- ari. Og ætti ekki að J?urfa að hvetja kirkjulega hugsanda fólk í söfnuðum vorum til að kaupa ritið og lesa það vandlega. Séra Valdemar Briem að Stóra-Núpi, sem ritstjóri , Sam. ‘ • ásamt ferðafólkinu hinu, heimsótti sér til stór-mikill- ar ánœgju, heldr áfram að yrkja sín fögru og þýðu trúarljóð. Svipr náttúrunnar umhverfis þann bœ, sem nú er prýðilega hýstr, eins og þar sem allra bezt er á Islandi, er nákvæmlega eins og sviprinn á öllum þeim skáldskap, sem liggr eftir séra Valdemar. Enginn snyrtilegri né friðmildari blettr er víst til á íslandi en í brekkunni, þar sem bœrinn að Stóra-Núpi stendr. Og þegar upp á núpinn fyrir ofan bœinn er komið, þá víkkar sjóndeildarhringrinn stórum. Og í þeim sjóndeildarhring birtist sumt af því, sem stórkostlegast og hátignarlegast er í íslenzku náttúrunni. Undirlendið mikla í Árnessýslu og Rang. árþingi allt út til sjávar blasir þá við. Hin miklaþjórsá renn- andi eftir dalnum austr af núpnum,og Hekla, eldfjallið fræga, sem allr heimr kann að nefna, rísandi upp í sinni eyðilegu, en konunglegu dýrð, lengst burtu í sömu átt. Séra Valdemar bregðr sér stundum upp á núpinn. Og þá verðr sjóndeildar- hringr hans sem skálds víðtœkari og stórskornari. Hann ætl- ar ekki að gleyma ,, Sameiningunni “ framvegis. það verðr, ef guð lofar, áframhald af ljóðum eftir hann hér í blaðinu. Séra Mattías Jokkumsson er ekki heldr enn af baki dott- inn. Ritstjóri ,,Sam. “ hafði líka þá ánœgju að sœkja hann heim á Akreyri. Hann hafði þá fyrir skömmu ásamt mörg- um norðlenzku prestunum setið á frjálsum kirkjulegum fundi þar í kaupstaðnum. Og var nýbúinn að yrkja ljóðabálk einn mikinn til að setja í rit það, er prestarnir ætla að gefa út til minningar um þann fund og félagsskap þann þeirra á milli, er stendr í sambandi við þetta fundarhald. þeir eru að leitast við að endrreisa hið gamla Hólastifti í andlegum skilningi,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.